Kristian Nökkvi Hlynsson verður leikmaður Spörtu Rotterdam næstkomandi föstudag. Frá þessu segja hollenskir fjölmiðlar.
Fram kemur á Telegraaf að Kristian, sem er 21 árs, sé búinn í læknisskoðun hjá Spörtu en Ajax ætli ekki að hleypa honum yfir strax.
Fram kemur á Telegraaf að Kristian, sem er 21 árs, sé búinn í læknisskoðun hjá Spörtu en Ajax ætli ekki að hleypa honum yfir strax.
Ajax vill hafa Kristian í leikmannahópi sínum gegn Galatasaray í Evrópudeildinni á morgun. En eftir leikinn mun hann svo fara til Spörtu.
Hann gæti æft með Spörtu í fyrsta sinn á föstudaginn og svo spilað með liðinu á sunnudaginn.
Kristian mun fara til Spörtu á láni út tímabilið en tækifæri hans með Ajax hafa verið af skornum skammti þetta tímabilið.
Athugasemdir