banner
   lau 29. febrúar 2020 19:36
Ívan Guðjón Baldursson
Þýskaland: Köln fór létt með Schalke
Jhon Cordoba er kominn með sjö mörk í síðustu sjö deildarleikjum.
Jhon Cordoba er kominn með sjö mörk í síðustu sjö deildarleikjum.
Mynd: Getty Images
Köln 3 - 0 Schalke
1-0 Sebastiaan Bornauw ('9 )
2-0 Jhon Cordoba ('39 )
3-0 Alexander Nubel ('75 , sjálfsmark)

Köln tók á móti Schalke í síðasta leik dagsins í þýska boltanum og komst yfir snemma leiks þegar Sebastiaan Bornauw skoraði með skalla eftir aukaspyrnu.

Jhon Cordoba tvöfaldaði forystu Kölnar úr skyndisókn fyrir leikhlé og verðskulduðu heimamenn forystuna í hálfleik.

Heimamenn gjörsamlega lokuðu sér í vörn eftir leikhlé. Gestirnir voru 67% með boltann en áttu aðeins tvær marktilraunir, og rataði hvorug á rammann.

Köln gerði endanlega út um leikinn með mark á 75. mínútu. Alexander Nubel, markvörður Schalke, missti þá knöttinn í eigið net eftir að hafa varið skot.

Þetta var annar sigurinn í röð hjá Köln og er liðið sjö stigum frá Schalke sem situr í Evrópusæti. Schalke hefur ekki unnið deildarleik síðan 17. janúar.
Athugasemdir
banner
banner
banner