Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 29. febrúar 2020 22:25
Ívan Guðjón Baldursson
Van Dijk: Ekki í lagi að fá þrjú mörk á sig
Mynd: Getty Images
Liverpool tapaði sínum fyrsta úrvalsdeildarleik á leiktíðinni er liðið heimsótti Watford í dag.

Watford vann sannfærandi 3-0 sigur og bar Virgil van Dijk fyrirliðabandið í fjarveru Jordan Henderson og James Milner.

„Leikmenn Watford eiga hrós skilið. Þeir fylgdu sínu skipulagi, sköpuðu færi, skoruðu þrjú mörk og gáfu fá færi á sér. Við fundum enga leið í gegn og verðum að gera betur, það er erfitt að taka þessu," sagði Van Dijk að leikslokum.

„Það er engin ástæða til að örvænta. Við þurfum að bæta okkur því það er ekki í lagi að fá þrjú mörk á sig. Það er sárt að tapa, við verðum að gera betur í næsta leik."

Liverpool var taplaust í 44 úrvalsdeildarleikjum og aðeins fimm leikjum frá meti Arsenal frá 2004. Van Dijk segir að leikmenn hafi aldrei verið að spá í þessu meti.

„Met eru bara fyrir fjölmiðla, við hugsum ekki um þau. Við reynum að vinna næsta leik, eins og vanalega. Þetta er í fyrsta sinn sem við töpum á tímabilinu og við viljum svara fyrir okkur."
Athugasemdir
banner
banner