Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
banner
   fim 29. febrúar 2024 13:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Rooney: Markmiðið að stýra Everton eða Man Utd
Wayne Rooney.
Wayne Rooney.
Mynd: Getty Images
Wayne Rooney segist vera að stefna á það að snúa fljótt aftur í þjálfun. Hann var rekinn frá Birmingham í janúar eftir að hafa stýrt liðinu í 83 daga.

Rooney hafði stýrt Derby County og DC United í Bandaríkjunum áður en hann tók við Birmingham.

Það gekk ekki vel hjá Birmingham en Rooney er áfram með háleit markmið í þjálfun.

„Að stýra Manchester United eða Everton er markmiðið. Þú vilt komast í þessi stóru störf," sagði Rooney við breska ríkistútvarpið í gær. Hann er uppalinn hjá Everton og lék lengst af með Man Utd á sínum leikmannaferli.

„Þetta er ákveðið ferli. Ég verð að klífa tröppurnar og komast aftur af stað. Ég klárlega komast aftur í þjálfun. Þetta var erfitt hjá Birmingham en ég er tilbúinn að berjast. Þetta snýst um það hvernig þú kemur til baka."
Athugasemdir
banner
banner