Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 29. mars 2020 12:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Savage faldi sig og tók treyjuna sem Henry vildi fá aftur
Robbie Savage.
Robbie Savage.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eftir að Thierry Henry hafði skorað sitt 100. mark í ensku úrvalsdeildinni þá skipti hann á treyjum við Robbie Savage, sem þá lék með Birmingham.

Henry greinilega áttaði sig ekki á því sem hann var að gera og vildi hann halda í treyjuna enda merkilegur áfangi að skora 100 úrvalsdeildarmörk. Liðsstjóri Arsenal reyndi að ná í treyjuna eftir leik en þá faldi Savage sig.

Hann hefur núna boðist til þess að skila treyjunni til Henry og er hann búinn að ramma hana inn.

„Ég þarf að viðurkenna eitt," sagði Savage á BT Sport í gær. „Þegar ég spilaði gegn goðsögninni með Thierry Henry með Birmingham þá skoraði hann sitt 100. mark á St. Andrew's. Eftir leikinn þá bað ég um treyjuna hans og hann gaf mér hana."

„Ég held að hann hafi ekki vitað að hann hafi þá verið að skora sitt 100. mark. Þegar hann áttaði sig á því þá bankaði liðsstjóri Arsenal á dyrnar á búningsklefa okkar. Ég faldi mig, fór út bakdyrnar og fór heim með treyjuna."

„Þú mátt fá treyjuna til baka Thierry, hvar sem þú ert þá skal ég senda þér hana," sagði Savage svo.

Henry er núna kominn á fullt í þjálfun og er hann núna að þjálfa lið Montreal Impact í MLS-deildinni.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner