Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   sun 29. mars 2020 10:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Valverde rándýr - Hakimi og Bellingham á óskalista Chelsea
Powerade
Federico Valverde.
Federico Valverde.
Mynd: Getty Images
Achraf Hakimi.
Achraf Hakimi.
Mynd: Getty Images
Slúðurpakki dagsins er þynnri en oft áður enda enginn fótbolti í gangi. BBC tók þessa mola saman.

Manchester United þyrfti að borga 450 milljónir punda ef félagið vill kaupa miðjumanninn Federico Valverde (21) frá Real Madrid. (Sunday Mirror)

Diego Simeone, launahæsti þjálfari heims, þarf að taka 30% launalækkun af launum sínum hjá Atletico Madrid. (Sunday Times)

Everton hefur gert 30 milljón punda tilboð í Gabriel Magalhae (22), varnarmann Lille í Frakklandi. (Football Insider)

Liverpool er tilbúið að selja Xherdan Shaqiri (28) og hefur spænska félagið Sevilla áhuga. (Talksport)

Liverpool er líklegasta félagið til að kaupa sóknarmanninn Timo Werner (24) frá RB Leipzig og gæti Werner fengið treyju númer 19 hjá félaginu. (Sunday Express)

Chelsea hefur spurt fyrir um Achraf Hakimi (21), hægri bakvörð Real Madrid. Hakimi hefur heillað á láni hjá Borussia Dortmund. (Sunday Mirror)

Chelsea vill berjast við Manchester United um Jude Bellingham (16), stórefnilegan miðjumann Birmingham City. (Sunday Mirror)

Leeds United, topplið Championship-deildarinnar, hefur áhuga á Habib Diallo (24), sóknarmanni Metz í Frakklandi. Leikmaðurinn hefur líka vakið áhuga Crystal Palace og Chelsea. (LeFoot)

Umboðsmaður Philippe Coutinho (27) neitar því að leikmaðurinn hafi eitthvað á móti Daniel Levy, stjórnarformanni Tottenham, eftir að meint félagaskipti gengu ekki upp síðasta sumar. Coutinho er núna í láni hjá Bayern München frá Barcelona. (Sunday Star)

Roma á Ítalíu vill kaupa Diego Costa (31), sóknarmann Atletico Madrid. Costa hefur tvisvar næstum því farið til Roma. (Mundo Deportivo)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner