mán 29. mars 2021 12:45
Innkastið
Andleysi, skortur á trú og hungri - „Venjulega þorir maður ekki að nota þessi orð"
Icelandair
Aron Einar Gunnarsson hefur verið skugginn af sjálfum sér.
Aron Einar Gunnarsson hefur verið skugginn af sjálfum sér.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Hausinn er gríðarlega mikilvægur í fótbolta og það hefur fleytt þessu íslenska liði gríðarlega langt. Manni fannst trúin á það að vinna Armeníu ekki mikil, það vantaði vilja og trú. Það var gríðarlegt áfall að fá rýtinginn í hjartað gegn Ungverjum, er það gríðarlega áfall enn að trufla menn? Eru menn ekki að ná að gíra sig í enn eitt verkefnið?" sagði Magnús Már Einarsson í Innkastinu eftir tapið gegn Armeníu í gær.

„Menn grétu á Wembley og talað var um að þetta væri mögulega kveðjustundin hjá gamla bandinu. Menn héldu að leikmenn væru að kveðja en svo eru allir að spila aftur. Það er rosalega hugarfarslega séð að gíra sig aftur í þetta og maður setur spurningamerki við trúna og hungrið."

Tómas Þór Þórðarson tekur undir þessi orð Magnúsar en í þættinum var einnig rætt um Aron Einar Gunnarsson landsliðsfyrirliða sem hefur verið langt frá sínu í besta í leikjunum tveimur í þessum landsliðsglugga.

„Aron Einar var bara í sjokki í viðtali eftir leikinn í kvöld, ég held að hann hafi verið í sjokki með sjálfan sig líka. Eftir þessar 180 mínútur. Þetta var fáránlega andlaust, venjulega þorir maður ekki að nota orð eins og andlaust og saddir um þetta lið en þeir eru farnir að gera það sjálfir svo maður er í fullum rétti. Maggi hefur ýmislegt til síns máls og kannski er hausinn enn fastur í Búdapest," segir Tómas.

Magnús telur að lágt tempó í leikjum í Katar geri að verkum að erfitt sé fyrir Aron að stíga svo beint inn á landsliðssviðið. Hann sé að spila of fáa krefjandi leiki.

„Þetta er ekki sama tempó og Aron Einar var í þegar hann spilaði í Championship-deildinni. Þetta er hægara, þetta er allt öðruvísi fótbolti og allt annar kúltúr. Ég held að það sé mikill munur að koma úr deildarleikjum þarna og fara í landsleik, ég held að Aron sé að reka sig á þann vegg," segir Magnús.
Innkastið - Tankurinn að tæmast
Athugasemdir
banner
banner
banner