Bayern München gæti gert óvænt tilboð í Rashford - Liverpool hafnaði fyrirspurn Bayern um Díaz og ætlar ekki að selja hann
   mán 29. mars 2021 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Dane Scarlett búinn að skrifa undir hjá Tottenham
Ungstirnið Dane Scarlett er búinn að skrifa undir sinn fyrsta atvinnumannasamning við Tottenham sem gildir næstu tvö árin.

Scarlett er nýbúinn að eiga 17 ára afmæli, en félög á Englandi mega ekki gera atvinnumannasamninga við leikmenn fyrr en þeir verða 17 ára gamlir.

Scarlett hefur komið við sögu í þremur keppnisleikjum með aðalliði Tottenham og lagði meðal annars upp mark í 4-0 sigri á Wolfsberger í Evrópudeildinni í haust.

Jose Mourinho er afar hrifinn af táningnum og telur hann geta gert frábæra hluti í framtíðinni.
Athugasemdir
banner