Rashford, Fonseca, Moyes, Jorginho, Fati, Lenglet, Amorim, Sterling og Lukaku koma við sögu
   mán 29. mars 2021 07:17
Hafliði Breiðfjörð
Jerevan í Armeníu
Fjórir kallaðir inn í A-landsliðið frá U21
Icelandair
Jón Dagur á æfingu með U21 liðinu í Ungverjalandi. Hann er fyrirliði liðsins en fer nú til liðs við A-landsliðið.
Jón Dagur á æfingu með U21 liðinu í Ungverjalandi. Hann er fyrirliði liðsins en fer nú til liðs við A-landsliðið.
Mynd: Fótbolti.net - Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Kolbeinn meiddist á handlegg í gær.
Kolbeinn meiddist á handlegg í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari Íslands hefur tekið ákvörðun um að kalla fjóra leikmenn úr U21 árs landsliði Íslands í A-landsliðið sem mætir Liechtenstein í undankeppni HM 2022 á miðvikudagskvöldið.

Þetta eru þeir Jón Dagur Þorsteinsson, Willum Þór Willumsson, Ísak Bergmann Jóhannesson og Sveinn Aron Guðjohnsen sem koma til liðs við hópinn á hóteli landsliðsins í Sviss í kvöld.

Íslenska liðið tapaði 2 - 0 gegn Armeníu í gærkvöldi eftir að hafa tapað gegn Þjóðverjum á fimmtudagskvöldið. Liðið flýgur til Sviss í dag þar sem það gistir fyrir leikinn gegn Liectenstein.

U21 liðið spilaði einnig á fimmtudag þar sem þeir töpuðu gegn Rússum 4 - 1 í lokakeppni EM í Ungverjalandi og í gær töpuðu þeir 2 - 0 gegn Dönum. Þeir eiga leik gegn Frökkum á miðvikudagskvöldið og verða þá án þessara fjögurra leikmanna.

Albert Guðmundsson fékk að líta sitt annað gula spjald í undankeppninni í leiknum í Armeníu í gær og verður því í leikbanni á miðvikudaginn. Þá meiddist Ragnar Sigurðsson í upphitun í gær og Kolbeinn Sigþórsson meiddist á handlegg. Óvíst er hvort þeir geti tekið þátt.

Leikur Íslands og Liectenstein fer fram í Vadus á miðvikudagskvöldið. Hann verður í beinni textalýsinguá Fótbolta.net og einnig sýndur á RÚV.


Albert fékk að líta sitt annað gula spjald í gær
Athugasemdir
banner
banner
banner