Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 29. mars 2021 22:40
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Viðtal
Sveinn um ruglið gegn Fylki: Hvað getur maður annað gert en að skammast sín?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Egill Bjarni Friðjónsson
Sveinn Margeir Hauksson svaraði spurningum um feril sinn til þessa, Dalvík/Reyni, KA og ýmislegt annað í viðtali sem birt var fyrr í dag.

Sveinn er miðjumaður KA og var hann sérstaklega spurður út í eitt atvik úr leik í síðasta sumar.

Viðtalið:
Þrjú sett af bræðrum og þunnbotna Sveinn Margeir

„Ekki dýfa, en maður verður samt að skammast sín"
Sveinn fékk að líta tvö gul spjöld gegn Fylki á Akureyrarvelli síðasta sumar. Það seinna fyrir meintan leikaraskap. Sveinn var beðinn um að fara yfir rauða spjaldið sem hann fékk.

„Já, þessi skemmtilegi leikur gegn Fylki… ég hef aldrei fengið rautt spjald áður og ég monta mig ekkert yfir því að hafa verið rekinn út af fyrir leikaraskap."

„Ég var ótrúlega hissa þegar dómarinn gaf mér seinna gula eins og sást kannski en hvað getur maður annað gert en að skammast sín bara og labbað af vellinum þegar svona gerist?"

„EKKI DÝFA, en maður verður samt að skammast sín. Það versta var samt að dómarinn var svo 100% viss um þetta að hann var eiginlega farinn að láta mig trúa þessu upp á mig. Mér fannst þetta rosalega furðuleg ákvörðun en ég er viss um að dómarinn hafi bara verið að reyna sitt besta. Það vona ég allavega,"
sagði Sveinn.

Viðtalið:
Þrjú sett af bræðrum og þunnbotna Sveinn Margeir
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner