Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   mið 29. mars 2023 20:10
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Æfingaleikur: Arnór Borg skoraði tvö gegn FH
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Víkingur 3-1 FH
Markaskorar Víkings: Arnór Borg Guðjohnsen x2 og Oliver Ekroth
Markaskorari FH: Steven Lennon

Víkingur fékk FH í heimsókn í æfingaleik í dag en heimamenn sigruðu í leiknum.


Staðan var 2-1 í hálfleik en Steven Lennon fékk tækifæri til að jafna metin þegar hann slapp einn í gegn en kom boltanum ekki framhjá Ingvari Jónsssyni í markinu.

Sveinn Gísli Þorkelsson gekk til liðs við Víking í vetur frá ÍR en hann kom inn á í síðari hálfleik fyrir Halldór Smára Sigurðsson en hann fór í vinstri bakvörð og Logi Tómasson færðist í miðvörðinn.

Erlingur Agnarsson lagði upp þriðja mark Víkings á Arnór Borg sem tryggði liðinu 3-1 sigur.

Besta deildin hefst þann 10. apríl en bæði lið byrja á útileikjum. FH heimsækir Fram og Víkingur heimsækir Stjörnuna. Báðir leikirnir hefjast kl. 19:15.

Byrjunarlið Víkings: Ingvar; Davíð, Oliver, Halldór, Logi; Pablo, Matthías; Birnir, Erlingur, Arnór; Nikolaj.

Byrjunarlið FH: Sindri; Jóhann Ægir, Hatakka, Ólafur, Haraldur; Björn Daníel; Finnur Orri; Kjartan Kári, Lennon, Vuk; Úlfur


Athugasemdir
banner
banner
banner