Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
   fös 29. mars 2024 14:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Saka og Martinelli hafa ekkert æft - Tæpir fyrir stórleikinn
Mynd: EPA

Mikel Arteta stjóri Arsenal segir að það sé möguleiki að Bukayo Saka, Gabriel Martinelli og Gabriel muni verða klárir í slaginn fyrir stórleikinn gegn Man City á páskadag.


Saka var valinn í enska landsliðshópinn en mætti meiddur á svæðið og snéri því aftur til Arsenal. Sömu sögu má segja um Martinelli og Gabriel sem voru valdir í brasilíska landsliðið. Martinelli meiddist á fæti í 6-0 sigri liðsins gegn Sheffield fyrr í þessum mánuði.

„Það er möguleiki (að þeir verði með). Þeir hafa ekkert æft en það er önnur æfing á morgun svo það er möguleiki að þeir verði klárir í slaginn," sagði Arteta.

Arsenal er á toppi deildarinnar með jafn mörg stig og Liverpool en Man City er í þriðja sæti stigi á eftir.


Athugasemdir
banner
banner
banner