Kyle Walker og John Stones verða ekki með Manchester City þegar liðið fær Arsenal í heimsókn á páskadag.
Þeir meiddust báðir í vikunni í landsliðsverkefni með enska landsliðinu en það eru þó góðar fréttir fyrir City að aðrir leikmenn eru að koma til baka úr meiðslum.
Ederson meiddist í stórleiknum gegn Liverpool fyrr í þessum mánuði en Pep Guardiola greindi frá því að hann væri á góðri leið. Kevin de Bruyne hefur verið að berjast við meiðsli á þessari leiktíð en æfði með liðinu. Þá er Jack Grealish að koma til baka en hann hefur verið fjarverandi í mánuð.
Þá er Manuel Akanji klár í slaginn en hann meiddist í landsliðsverkefni með Sviss í vikunni.
Það er risaleikur um helgina þegar liðið fær Arsenal í heimsókn en Lundúnarliðið er á toppnum stigi á undan Man City.