
Leiknismenn halda áfram að styrkja sig fyrir gluggalok en félagið hefur fengið Hilmar Örn Pétursson á láni frá Þrótti R.
Hilmar Örn er 19 ára gamall markvörður sem kemur til með að vera Ólafi Íshólm Ólafssyni til halds og trausts á tímabilinu.
Leiknismenn fengu Ólaf frá Fram um helgina og er Hilmar nú mættur úr Laugardalnum.
Hilmar á einn leik að baki í deild fyrir Þrótt en það var ótrúleg atburðarás í kringum þann leik. Óskar Sigþórsson átti að byrja gegn Gróttu á Seltjarnarnesi en meiddist í upphitun.
Sveinn Óli Guðnason kom því í markið en meiddist og þurfti Hilmar, sem hafði nýlokið æfingu með 2. flokki, að flýta sér á Seltjarnarnes og taka sæti Sveins í markinu.
Hann gæti verið í hóp Leiknis í fyrsta leik liðsins í Lengjudeildinni á föstudag, sem verður einmitt gegn Þrótturum á AVIS-vellinum.
Athugasemdir