Arsenal sýnir Nkunku áhuga - Chelsea vill Gittens - Everton vill endurheimta Richarlison
   þri 29. apríl 2025 16:30
Elvar Geir Magnússon
Madrídingar sólgnir í Saliba
William Saliba.
William Saliba.
Mynd: EPA
Real Madrid vill fá þrjá leikmenn úr ensku úrvalsdeildinni og þar af er William Saliba, varnarmaður Arsenal, sagður efstur á blaði.

Arsenal sló Real Madrid út úr Meistaradeildinni og franski varnarmaðurinn var öflugur.

Það stefnir í að Real Madrid vinni ekki titil á þessu tímabili, eftir að hafa unnið spænska meistaratitilinn og Meistaradeildina á því síðasta. Madrídarliðið tapaði gegn Barcelona í bikarúrslitaleik um helgina og er fjórum stigum frá toppsætinu í La Liga.

Saliba er 24 ára og á tvö ár eftir af samningi sínum en hann er í hópi bestu miðvarða heims.

Fjölmiðlar segja að Real Madrid hafi einnig áhuga á að fá Alexis Mac Allister miðjumann Liverpool og Sandro Tonali miðjumann Newcastle.
Athugasemdir
banner