Arsenal sýnir Nkunku áhuga - Chelsea vill Gittens - Everton vill endurheimta Richarlison
   þri 29. apríl 2025 13:40
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Snædís María heim í Stjörnuna (Staðfest)
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sóknarmaðurinn Snædís María Jörundsdóttir er gengin í raðir Stjörnunnar eftir eitt og hálft tímabil með FH í Hafnarfirði.

Snædís María er fædd árið 2004 og er uppalin hjá Stjörnunni. Hún lék sína fyrstu meistaraflokksleiki árið 2019 og á alls að baki 102 KSÍ leiki og 18 mörk.

Hún skoraði fimm mörk í 20 leikjum með FH í Bestu deildinni í fyrra.

Snædís María á að baki 27 leiki fyrir yngri landsliðin og í þeim skoraði hún átján mörk. Þá á hún að baki þrjá leiki fyrir U23 landsliðið.

Stjarnan er með þrjú stig eftir fyrstu þrjá leiki sína í Bestu deildinni. Stigin komu heim í Garðabæinn eftir frábæra endurkomu gegn Tindastóli á sunnudag.
Athugasemdir
banner
banner
banner