
Íslenska U21 landsliðið mun í júní spila tvo æfingaleiki í Egyptalandi. Nákvæmir leikstaðir hafa ekki verið staðfestir.
Ísland mætir heimamönnum í Egyptalandi þann 6. júní og Kólumbíu þann 9. júní.
Ísland mætir heimamönnum í Egyptalandi þann 6. júní og Kólumbíu þann 9. júní.
Í frétt á heimasíðu KSÍ kemur fram að Ísland hafi ekki mætt þessum þjóðum í þessum aldursflokki.
Ólafur Ingi SKúlason er þjálfari U21 landsliðsins. Ísland vann Ungverjalandi og Skotland í æfingaleikjum í síðasta mánuði.
Undankeppnin fyrir EM 2027 hefst svo í haust en Ísland er í riðli með Færeyjum, Eistlandi, Sviss, Frakklandi og Lúxemborg.
Athugasemdir