Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   mán 29. maí 2023 17:12
Brynjar Ingi Erluson
Arnór Sig fer frá Norrköping í sumar (Staðfest)
Arnór Sigurðsson er á förum frá Norköping
Arnór Sigurðsson er á förum frá Norköping
Mynd: Guðmundur Svansson
Íslenski landsliðsmaðurinn Arnór Sigurðsson mun yfirgefa Norrköping í næsta mánuði en þetta staðfestir hann og félagið á samfélagsmiðlum í dag.

Arnór gekk í raðir Norrköping frá CSKA Moskvu á síðasta ári en hann nýtti sér þá úrræði FIFA um að losa sig tímabundið undan samningsins vegna stríðs Rússa og Úkraínu.

Skagamaðurinn fann sig hjá Norrköping og var þeirra besti maður á síðustu leiktíð.

Á þessu tímabili hefur hann komið að tíu mörkum í fjórtán leikjum, skorað níu og lagt upp eitt.

Arnór og Norrköping staðfestu í dag að hann sé á förum frá félaginu þann 30. júní er samningurinn klárast.

FIFA framlengdi úrræði leikmanan um að stöðva samninga til 2024 en Arnór verður að tilkynna CSKA um ákvörðun sína fyrir 1. júlí.

Samningur Arnórs við CSKA rennur út á næsta ári og því spurning hvert næsta skref verður.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner