mán 29. maí 2023 12:06
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Danjuma: Væri að ljúga ef ég væri ekki vonsvikinn
Mynd: EPA

Framherjinn Arnaut Danjuma gekk til liðs við Tottenham á láni frá Villarreal í janúar en veran hans hjá Lundúnar liðinu var ekki eins og hann hafði óskað sér.


Hann lék 12 leiki fyrir félagið og skoraði aðeins tvö mörk.

Þessi fyrrum leikmaður Bournemouth var mjög svekktur með endurkomuna í úrvalsdeildina. Hann skrifaði kveðjubréf til stuðningsmanna félagsins á samfélagsmiðla.

„Til stuðningsmanna Spurs, það er erfitt að gera upp tímabilið. Margir hápunktar og margir lágpunktar, ég gerði mitt besta í hvert sinn fyrir ykkur öll. Ég væri að ljúga ef ég væri ekki vonsvikinn hvernig tímabilið endaði hjá félaginu," skrifar Danjuma.

"Hvers virði er morgundagurinn, ef hann er eins og í dag? Það er aðeins í gegnum erfiðleika lífsins sem við munum getum fundið vellíðan. Þetta er ekki kveðjustund, alls ekki. Þetta mun lifa áfram í mínum huga, líkama og hjarta að eilífu."


Athugasemdir
banner
banner