Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 29. maí 2023 17:47
Brynjar Ingi Erluson
Endurtók leik föður síns er hann skaut Sheffield Wednesday í B-deildina
Josh Windass með bikarinn
Josh Windass með bikarinn
Mynd: Getty Images
Sheffield Wednesday er komið upp í ensku B-deildina eftir að hafa unnið Barnsley, 1-0, með dramatísku marki í uppbótartíma framlengingar á Wembley í dag.

Wednesday hafnaði í 3. sæti B-deildarinnar en liðið afrekaði ótrúlega hluti í undanúrslitum umspilsins.

Liðið tapaði fyrir Peterborough, 4-0, í fyrri undanúrslitaleiknum snéri einvíginu sér í hag í síðari leiknum með því að komast í 5-1 áður en það vann í vítakeppni.

Wednesday tryggði svo sæti sitt í B-deildina í dag en það var Josh Windass sem gerði sigurmarkið á þriðju mínútu í uppbótartíma í framlengingu.

Faðir Josh er Dean Windass en fyrir fimmtán árum skaut hann Hull City í ensku úrvalsdeildina í sigri á Bristol City í úrslitaleik umspilsins.

„Ég sagði að hann myndi gera sigurmarkið. Ég trúi eiginlega ekki að hann hafi skallað boltann því hann er aðeins of ástfanginn af eigin hári. Ég er stoltasti maður heimsins akkúrat núna,“ sagði Dean Windass um son sinn eftir sigurmarkið.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner