De Zerbi á blaði Real Madrid - Ekki hægt að laga samband Ten Hag og Sancho - Chelsea vill fá vinstri bakvörð
   mán 29. maí 2023 21:59
Brynjar Ingi Erluson
Engar samningaviðræður á meðan óvissa ríkir hjá Bayern
Mynd: Getty Images
Umboðsmaður Alphonso Davies segist ekki ætla að ræða við Bayern München um nýjan samning fyrr en félagið sýnir stöðugleika.

Kanadíski bakvörðurinn er einn sá besti í sinni stöðu í heiminum en hann kom að fimm mörkum í 26 deildarleikjum er Bayern varð þýskur meistari.

Davies er samningsbundinn Bayern til 2025 en hann er ekki á leið í samningaviðræður við félagið á næstunni.

Það hefur ýmislegt gengið á bakvið tjöldin hjá Bayern á þessari leiktíð. Julian Nagelsmann var rekinn í mars og tók Thomas Tuchel við en liðið var hársbreidd frá því að tapa titilbaráttunni og þá datt liðið snemma út í bikarnum og Meistaradeildinni.

Oliver Kahn og Hasan Salihamidzic, stjórnarmenn Bayern, voru reknir um helgina og vill umboðsmaður Davies ekki fara í viðræður fyrr en þeir fá tryggingu um það að allt sé með felldu hjá félaginu.

„Það er of mikill óstöðugleiki og óvissa í kringum stefnu Bayern þessa stundina. Það er kannski betra að bíða til 2024 og sjá hvernig hlutirnir þróast áður en við förum að ræða nýjan samning,“ sagði Nedal Huoseh, umboðsmaður Davies.
Athugasemdir
banner
banner
banner