De Zerbi á blaði Real Madrid - Ekki hægt að laga samband Ten Hag og Sancho - Chelsea vill fá vinstri bakvörð
banner
   mán 29. maí 2023 23:00
Brynjar Ingi Erluson
Maguire þarf að taka ákvörðun varðandi framtíðina - „Enginn væri ánægður í þessari stöðu“
Harry Maguire
Harry Maguire
Mynd: Getty Images
Harry Maguire, fyrirliði Manchester United, verður að taka ákvörðun varðandi framtíð sína en þetta segir Erik ten Hag, stjóri félagsins, við Henry Winter hjá Times.

Varnarmaðurinn var í aukahlutverki hjá United á tímabilinu en hann var varaskeifa fyrir þá Lisandro Martínez og Raphael Varane.

Maguire byrjaði fyrstu tvo deildarleikina en var síðan kippt út úr byrjunarliðinu og byrjaði aðeins sex leiki í deildinni eftir að Ten Hag fann miðvarðarteymi sitt.

Ten Hag var ánægður með Maguire þó hann hafi vissulega kostað liðið í mörgum leikjum á tímabilinu en hann segir að hann verði að taka ákvörðun varðandi framtíðina.

„Enginn væri ánægður að vera í þessari stöðu. Hann er ekki ánægður með það en hann æfir alltaf eins og skepna og framlagið frá honum er 100 prósent,“ sagði Ten Hag.

„Hann höndlar stöðuna vel og sem fyrirliði er hann mikilvægur fyrir hópinn. Þetta er svakaleg samkeppni sem hann er í með Raphael Varane, sem er auðvitað frábær.“

„Ég er ánægður að hann sé hér og þegar við höfum þurft á honum að halda hefur hann gert vel en þetta er líka ákvörðun sem hann þarf að taka,“
sagði hann í lokin.
Enski boltinn - Verðlaun veitt eftir að veislan kláraðist
Athugasemdir
banner
banner