FHL 0 - 2 FH
0-1 Margrét Brynja Kristinsdóttir ('40 )
0-2 Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir ('52 )
FH er síðasta liðið til að tryggja sér sæti í átta liða úrslitum Mjólkurbikars kvenna og er því ljóst að öll liðin sem eftir eru í keppninni koma úr Bestu deildinni.
FH heimsótti FHL í Fjarðabyggðarhöllina í dag.
Hafnfirðingar voru með 1-0 forystu í hálfleik en Margrét Brynja Kristinsdóttir skoraði markið þegar skammt var til loka fyrri hálfleiks.
FH tvöfaldaði forystuna snemma í seinni hálfleik en mörkin urðu ekki fleiri og sigur FH staðreynd.
Athugasemdir