Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 29. maí 2023 12:04
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Pochettino tekur við Chelsea (Staðfest)
Mynd: EPA

Chelsea hefur tilkynnt að Mauricio Pochettino verður næsti stjóri liðsins. Hann mun taka við 1. júlí.


Hann skrifar undir tveggja ára samning en félagið hefur möguleika á að framlengja um eitt ár í viðbót.

„Reynsla Mauricio, afburðaviðmið, leiðtogaeiginleikar og karakter munu þjóna Chelsea í framtíðinni. Hann er sigursæll þjálfari sem hefur unnið á hæsta stigi í mörgum deildum. Hugarfarið hans og taktísk nálgun gerði hann að stærsta kandídatanum í starfið," segja Laurence Stewart og Paul Winstanley yfirmenn íþróttamála félagsins.

Pochettino þekkir vel til í ensku úrvalsdeildinni en hann stýrði Southampton tímabilið 2013/14 og Tottenham frá 2014-2019. Hann stýrði PSG síðast.

Jesus Perez, Miguel d’Agostino, Toni Jimenez og Sebastiano Pochettino verða í þjálfarateyminu.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner