Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 29. maí 2023 11:42
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Uppgangur Gísla sé blanda af þrennu - „Fyllt upp í það tómarúm"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gísli Eyjólfsson hefur byrjað tímabilið frábærlega hjá Breiðabliki, hefur skorað fimm mörk og lagt upp tvö í fyrstu níu deildarleikjunum. Á síðasta tímabili skoraði hann tvö deildarmörk og er í ár kominn með sama markafjölda og hann náði 2021.

Hann á tvö mörk í að jafna sitt besta tímabil á ferlinum þegar kemur að markaskorun því hann skoraði sjö deildarmörk tímabilið 2018.

Í tölfræði WyScout sést að Gísli er í fjórða sæti yfir fjölda skottilrauna í deildinni og er í fimmta sæti á lista í að taka menn á. Það hjálpar að geta tekið menn á til þess að komast í góð skotfæri.

Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, var spurður út í Gísla í viðtali eftir sigurleikinn gegn Val. Hvað hefur Gísli verið að gera öðruvísi núna en árin áður?

„Það er blanda. Hann æfði gríðarlega vel í vetur, lyfti vel og lyfti meira en hann hefur gert, sem gerir það að verkum að hann er kannski ennþá sterkari en hann var."

„Við höfum verið að finna hann betur, finna hann á betri mómentum og fyrr í betri svæðum þar sem hann hefur getað nýtt hraða sinn og keyrt á."

„Með brotthvarfi Ísaks (Snæs Þorvaldssonar) og Dags (Dans Þórhallssonar) höfum við þurft að finna sóknarlínuna upp á nýtt, þá myndast tómarúm og hann hefur svo sannarlega komið sterkur inn og fyllt upp í það tómarúm. Það er blanda af þessu þrennu. Gísli er auðvitað afburðagóður leikmaður og gríðarlega mikilvægur fyrir okkur,"
sagði Óskar.

Gísli er 28 ára miðjumaður sem hefur leikið með Breiðabliki, Augnabliki, Haukum, Víkingi Ólafsvík og Mjällby á sínum ferli. Hann verður 29 ára á miðvikudaginn.

Næsti leikur Breiðabliks er gegn Keflavík á útivelli í kvöld.
Óskar Hrafn: Erum núna farnir að labba án þess að nota staf
Athugasemdir
banner
banner