mán 29. maí 2023 09:30
Brynjar Ingi Erluson
Versti árangur Chelsea í 29 ár
Mynd: EPA
Chelsea átti sitt versta tímabil í úrvalsdeildinni frá 1994.

Liðið hafnaði í 12. sæti með 44 stig þrátt fyrir að vera með einn dýrasta hóp deildarinnar.

Todd Boehly, eigandi Chelsea, hefur eytt um 600 milljónum punda í að styrkja hópinn en ekkert gekk að smyrja þetta saman.

Thomas Tuchel var rekinn í byrjun leiktíðar og þá var Graham Potter ráðinn inn í hans stað. Það hafði lítil áhrif og sömu sögu var að segja af Frank Lampard sem stýrði liðinu til bráðabirgða frá apríl.

Chelsea skoraði aðeins 38 mörk í 38 leikjum og var markatala liðsins -9. Þetta ver versta tímabil liðsins í úrvalsdeildinni síðan 1994 en þá hafnaði liðið í 14. sæti í 22 liða deild.

Liðið hefur þá ekki verið með færri stig í deildinni síðan 1987-1988 en þá féll liðið niður í B-deildina.

Mauricio Pochettino mun taka við af Frank Lampard í sumar og verður hann með nóg á sinni könnu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner