Newcastle hefur áhuga á Jóni Degi - Brighton reynir við Summerville - Tilboði Tottenha í Toney hafnað
   mið 29. maí 2024 14:00
Elvar Geir Magnússon
Leitar skýringa á meiðslavandræðum Man Utd
Sir Jim Ractcliffe.
Sir Jim Ractcliffe.
Mynd: EPA
Sir Jim Ractcliffe leggur áherslu á að leita skýringa á hárri meiðslatíðni leikmanna Manchester United. Yfir 60 meiðsli herjuðu á leikmannahópinn á nýliðinni leiktíð.

Meiðslin höfðu sérstaklega mikil áhrif á varnarlínu Erik ten Hag. Alls voru fimmtán mismunandi miðvarðapör notuð og vinstri bakverðirnir voru meiddir stærstan hluta tímabilsins.

Sir Dave Brailsford, helsti aðstoðarmaður Ratcliffe, hefur fengið það hlutverk að reyna að finna skýringar á meiðslavandræðunum og vinnur að því leita lausna ásamt Gary O’Driscoll sem var ráðinn yfir lækna- og sjúkraþjálfaradeild félagsins.

O’Driscoll var ráðinn í september og hefur fengið hrós fyrir endurhæfingaferli Raphael Varane og Lisandro Martínez sem gerði það að verkum að þeir gátu spilað í bikarúrslitaleiknum gegn Manchester City.
Athugasemdir
banner
banner
banner