Newcastle hefur áhuga á Jóni Degi - Brighton reynir við Summerville - Tilboði Tottenha í Toney hafnað
   mið 29. maí 2024 13:30
Innkastið
Þvílíkt fimmtudagskvöld í Bestu deildinni - „Hrós á þá sem sjá um deildina“
Það er ávallt hiti þegar Breiðablik og Víkingur eigast við.
Það er ávallt hiti þegar Breiðablik og Víkingur eigast við.
Mynd: Fótbolti.net
Stjarnan heimsækir Val.
Stjarnan heimsækir Val.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það verður rosalegt kvöld á morgun í Bestu deildinni þegar Evrópuliðin mætast innbyrðis í leikjum sem eru teknir úr 14. umferð deildarinnar.

Klukkan 18:00 mætast Valur og Stjarnan. Klukkan 20:15 er svo leikur Breiðabliks gegn Íslands- og bikarmeisturum Víkings. Það er alltaf fjör þegar þessi lið eigast við.

„Þvílíkt fimmtudagskvöld sem er framundan í Bestu deildinni," segir Elvar Geir í Innkastinu þar sem fjallað er um deildina.

Fótboltaunnendur geta séð báða leikina og það verður samfelld Bestu deildar veisla.

„Maður byrjar á því að hrósa Bestu deildinni og þeim sem sjá um hana, að setja þetta á sitthvorn leiktímann."

„Það verður væntanlega mikil aðsókn í Kópavoginn því þarna hefur hitinn verið síðustu ár og þarna verður hitinn vonandi áfram," segir Baldvin Már Borgarsson.

Sérfræðingar þáttarins voru fengnir til að spá fyrir um úrslit leikjanna. Baldvin spáir 3-1 sigri Vals og 2-2 jafntefli í Kópavogi. Örn Þór Karlsson spáir 2-2 jafntefli á Hlíðarenda og 2-1 útisigri Víkings.

fimmtudagur 30. maí
18:00 Valur-Stjarnan (N1-völlurinn Hlíðarenda)
20:15 Breiðablik-Víkingur R. (Kópavogsvöllur)
Innkastið - Baulað í Vesturbæ og Hrafninn í stúkunni
Athugasemdir
banner
banner