Þór heimsótti Fjölni í dag þegar liðin kepptust um toppsætið í Inkasso deild karla.
Lestu um leikinn: Fjölnir 4 - 0 Þór
Sveinn Elías fyrirliði Þórs kom í viðtal eftir leik.
„Ég er ekki sáttur, þetta lítur illa út á blaði þetta lítur út eins og uppgjafartap. Gríðarlega svekkjandi þar sem við áttum fyrri hálfleikinn."
Sveinn var spurður út í fjarveru Alvaro Montejo, markahæsti leikmaður liðsins, hvort það myndi vera erfitt að skora í fjarveru hans.
„Mig langar ofboðslega að segja nei við því, þá er bara hægt að troða því ofan í okkur að við erum ekki búnir að skora í síðustu tveim leikjum."
Þór er þá þrem stigum á eftir Fjölni í fjórða sæti og á leik við Fram næst á Akureyri.
Athugasemdir