Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
Hemmi Hreiðars: Rosalegur karakterssigur
Aðalsteinn Jóhann: Ég hef ekki hugmynd um það
Gylfi Þór: Vonandi verður þetta jákvætt í lok tímabilsins
Lárus Orri: Frekar fúllt að labba héðan í burtu með ekkert stig
Eyjamenn stöðvuðu blæðinguna - „Maður er búinn að bíða eftir því"
Sölvi Geir: Ætla að vona að þetta sé að einhverju leyti vellinum að kenna
Haraldur Einar: Vaknaði ferskur og írskir dagar
Davíð Smári ósáttur með stóra ákvörðun - „Ofboðslega sorglegt"
Rúnar Kristins: Ég skaut fastar en hann bæði með hægri og vinstri
Valsmenn fengu góðan stuðning á Ísafirði - „Það skiptir máli"
Freysi Sig: Hinn Hornfirski Messi
Jóhann Birnir: Þurfum að vera með fókus á það sem við erum að gera
Árni Freyr: Vorum litlir í okkur og náðum ekki að höndla svona barning
Bergvin stóð við stóru orðin - „Gaman að hafa smá banter í þessari deild"
Gunnar Már: Það var eins og við vorum manni færri
Gústi Gylfa: Rautt spjald snýst ekkert um agavandamál
Farið á þrjú stórmót og þetta er besta umhverfið
„Hvað gerðist ekki í þeim leik?"
Ræða forsetans gladdi - „Við sögðum allt sem lá á hjartanu"
Sveindís: Veit ekki hvort þeir hafi séð þetta fyrir sér fyrir nokkrum árum
   mán 29. júní 2020 21:47
Egill Sigfússon
Ási Arnars: Hallaði á okkur í dómgæslunni í kvöld
Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fjölnis
Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fjölnis
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fjölnir heimsótti Breiðablik á Kópavogsvöll í kvöld og töpuðu 3-1 í 3. umferð Pepsí Max-deildar karla.

„Mér fannst spilamennska minna manna góð í kvöld, við vorum að horfa á hörku leik, skemmtilegan leik með mikið af færum. Munurinn á liðunum var að annað liðið var að nýta færin sín og hitt ekki, við vorum kannski að leka full ódýrum mörkum líka. Það var fyrst og fremst leiðinlegt að við fengum mikið af færum sem við nýttum ekki. En kredit á strákana, þeir lögðu sig fram og leikurinn var bara góður, þetta var góð frammistaða."

Sagði Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fjölnis um frammistöðu sinna manna í kvöld.

Lestu um leikinn: Breiðablik 3 -  1 Fjölnir

Ásmundi fannst halla á þá í dómgæslunni í dag og vildi fá eitt víti til viðbótar við þau tvö sem þeir fengu.

„Mér fannst halla á okkur framan af, þeir fengu að sópa okkur svolítið niður, fóru mikið aftan í okkur og það var tekið á því seint. Þá urðum við svolítið pirraðir og fórum að fá ódýr spjöld. Hann togar bara aftan í hnakkadrambið á honum og fer með olnbogann í bakið á honum, það fannst mér vera mesta vítið í þessum leik. Svona er þetta, við erum litla liðið og verðum að lifa með því."

„Það er aldrei að vita, við höfum verið að skima og skoða og það getur vel verið að það detti eitthvað inn á lokametrunum. Það er fullt í kortunum hjá okkur og það kemur bara í ljós."

Sagði Ásmundur að lokum um hvort þeir séu að fá inn einhverja leikmenn á lokametrum félagsskiptagluggans.
Athugasemdir