Guehi til sölu - Everton hafnaði fyrirspurnum í Branthwaite - Wharton falur fyrir 70 milljónir
Jói Bjarna: Erum að smella í gang
Haukur Andri: Höfum verið óheppnir með úrslit
Þorsteinn opnar nýjan kafla: Ágætis tímapunktur til að skipta út og gera breytingar
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
Daníel Leó: Þú verður ekki þreyttur þegar það er þannig
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
banner
   mán 29. júní 2020 21:47
Egill Sigfússon
Ási Arnars: Hallaði á okkur í dómgæslunni í kvöld
Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fjölnis
Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fjölnis
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fjölnir heimsótti Breiðablik á Kópavogsvöll í kvöld og töpuðu 3-1 í 3. umferð Pepsí Max-deildar karla.

„Mér fannst spilamennska minna manna góð í kvöld, við vorum að horfa á hörku leik, skemmtilegan leik með mikið af færum. Munurinn á liðunum var að annað liðið var að nýta færin sín og hitt ekki, við vorum kannski að leka full ódýrum mörkum líka. Það var fyrst og fremst leiðinlegt að við fengum mikið af færum sem við nýttum ekki. En kredit á strákana, þeir lögðu sig fram og leikurinn var bara góður, þetta var góð frammistaða."

Sagði Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fjölnis um frammistöðu sinna manna í kvöld.

Lestu um leikinn: Breiðablik 3 -  1 Fjölnir

Ásmundi fannst halla á þá í dómgæslunni í dag og vildi fá eitt víti til viðbótar við þau tvö sem þeir fengu.

„Mér fannst halla á okkur framan af, þeir fengu að sópa okkur svolítið niður, fóru mikið aftan í okkur og það var tekið á því seint. Þá urðum við svolítið pirraðir og fórum að fá ódýr spjöld. Hann togar bara aftan í hnakkadrambið á honum og fer með olnbogann í bakið á honum, það fannst mér vera mesta vítið í þessum leik. Svona er þetta, við erum litla liðið og verðum að lifa með því."

„Það er aldrei að vita, við höfum verið að skima og skoða og það getur vel verið að það detti eitthvað inn á lokametrunum. Það er fullt í kortunum hjá okkur og það kemur bara í ljós."

Sagði Ásmundur að lokum um hvort þeir séu að fá inn einhverja leikmenn á lokametrum félagsskiptagluggans.
Athugasemdir
banner