Risatilboði Chelsea hafnað - Tekur Nuno við West Ham? - Tveir á blaði United - Ungur miðvörður til Arsenal?
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
   mán 29. júní 2020 21:47
Egill Sigfússon
Ási Arnars: Hallaði á okkur í dómgæslunni í kvöld
Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fjölnis
Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fjölnis
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fjölnir heimsótti Breiðablik á Kópavogsvöll í kvöld og töpuðu 3-1 í 3. umferð Pepsí Max-deildar karla.

„Mér fannst spilamennska minna manna góð í kvöld, við vorum að horfa á hörku leik, skemmtilegan leik með mikið af færum. Munurinn á liðunum var að annað liðið var að nýta færin sín og hitt ekki, við vorum kannski að leka full ódýrum mörkum líka. Það var fyrst og fremst leiðinlegt að við fengum mikið af færum sem við nýttum ekki. En kredit á strákana, þeir lögðu sig fram og leikurinn var bara góður, þetta var góð frammistaða."

Sagði Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fjölnis um frammistöðu sinna manna í kvöld.

Lestu um leikinn: Breiðablik 3 -  1 Fjölnir

Ásmundi fannst halla á þá í dómgæslunni í dag og vildi fá eitt víti til viðbótar við þau tvö sem þeir fengu.

„Mér fannst halla á okkur framan af, þeir fengu að sópa okkur svolítið niður, fóru mikið aftan í okkur og það var tekið á því seint. Þá urðum við svolítið pirraðir og fórum að fá ódýr spjöld. Hann togar bara aftan í hnakkadrambið á honum og fer með olnbogann í bakið á honum, það fannst mér vera mesta vítið í þessum leik. Svona er þetta, við erum litla liðið og verðum að lifa með því."

„Það er aldrei að vita, við höfum verið að skima og skoða og það getur vel verið að það detti eitthvað inn á lokametrunum. Það er fullt í kortunum hjá okkur og það kemur bara í ljós."

Sagði Ásmundur að lokum um hvort þeir séu að fá inn einhverja leikmenn á lokametrum félagsskiptagluggans.
Athugasemdir