Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mið 29. júní 2022 08:10
Elvar Geir Magnússon
Chelsea orðað við Richarlison, Skriniar, Zinchenko og fleiri
Powerade
Milan Skriniar, miðvörður Inter.
Milan Skriniar, miðvörður Inter.
Mynd: EPA
Oleksandr Zinchenko.
Oleksandr Zinchenko.
Mynd: EPA
Richarlison.
Richarlison.
Mynd: Getty Images
Andreas Pereira.
Andreas Pereira.
Mynd: Getty Images
Raphinha, Skriniar, Zinchenko, Richarlison, Eriksen, Spence, Pereira og fleiri í slúðurpakkanum á þessum fallega miðvikudegi. Það er alltaf gaman þegar sólin skín.

Chelsea er nálægt því að gera 55 milljóna punda samkomulag við Leeds United um kaup á brasilíska sóknarleikmanninum Raphinha (25) sem Arsenal og Barcelona hafa líka áhuga á. (Guardian)

Chelsea hefur beint athygli sinni að Slóvakanum Milian Skriniar (27) hjá Inter. Paris St-Germain hefur einnig áhuga á miðverðinum þar sem það telur 102 milljóna punda riftunarákvæði í samningi Matthijs de Ligt (22) of hátt. (Mail)

PSG hefur náð samkomulagi við Skriniar um kaup og kjör, sama gildir um portúgalska miðjumanninn Renato Sanches (24) hjá Lille og ítalska sóknarmanninn Gianluca Scamacca (23) sem spilar fyrir Sassuolo. Frakklandsmeistararnir þurfa nú að semja við félög þessara þriggja leikmanna. (Get French Football News)

Chelsea hefur verið orðað við þriðja Manchester City leikmanninn. Bláliðar vilja fá úkraínska landsliðsmanninn Oleksandr Zinchenko (25) eftir að hafa þegar rætt um kaup á Raheem Sterling (27) og verið orðaðir við hollenska varnarmanninn Nathan Ake (27). (Mail)

Erik ten Hag vonast til að væntanleg koma Frenkie de Jong (25) muni sannfæra Christian Eriksen (30) um að ganga í raðir Manchester United. (Star)

Tottenham leggur aukna áherslu á að fá brasilíska framherjann Richarlison (25) en Everton hefur hafnað 20 milljóna punda tilboði sem innihélt Steven Bergwijn (24). (Telegraph)

Tottenham er nú tilbúið að gera Everton 100 milljóna punda tilboð í Richarlison og enska U21 vængmanninn Anthony Gordon (21). (Sun)

Middlesbrough er pirrað á því að Tottenham gengur hægt að gera samkomulag um Djed Spence (21). Það gæti opnað dyr fyrir Nottingham Forest að kaupa hægri bakvörðinn sem hjálpaði félaginu að komast í ensku úrvalsdeildina. (Football League World)

Crystal Palace er nálægt því að tryggja sér miðjumanninn Cheick Doucoure (22) frá Lens í samkomulagi upp á meira en 18 milljónir punda. (Guardian)

Fulham hefur fengið leyfi til að ræða við brasilíska miðjumanninn Andreas Pereira (26) eftir að hafa náð sammomulagi við Manchester United. Pereira ku þó helst vilja vera áfram hjá Flamengo í Braslíu þar sem hann er á láni. (90 Min)

Nýliðar Fulham hafa verið í viðræðum um 8 milljóna punda kaup á svissneska hægri bakverðinum Kevin Mbabu (27) hjá Wolfsburg. (Mail)

Southampton er meðal félaga sem hafa áhuga á Josh Brownhill (26), miðjumanni Burnley. (90 Min)

Manchester City hefur samþykkt að selja enska U19 landsliðsmanninn Sam Edozie (19) til Bayer Leverkusen í Þýskalandi fyrir 10 milljónir punda. (Football Insider)

Búist er við því að bandaríski markvörðurinn Zack Steffen (27) gangi í raðir Middlesbrough á láni frá Manchester City. (ESPN)

Millwall og Watford í Championship-deildinni hafa áhuga á senegalska framherjanum Pape Habib Gueye (22) hjá KV Kortrijk í Belgíu. (Football Insider)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner