Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 29. júní 2022 12:00
Innkastið
Glugginn opinn - „Vil ekki hugsa út í það ef hann fer í Breiðablik"
Markaskorarinn Viðar Örn Kjartansson.
Markaskorarinn Viðar Örn Kjartansson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Félagaskiptaglugginn á Íslandi opnaði að nýju í dag en sumarglugganum verður lokað á miðnætti þann 26. júlí þetta árið.

Félögin eru þegar komin af stað í glugganum, ÍA fékk danskan framherja og Fram er að endurheimta Almarr Ormarsson. Þá eru Framarar að reyna að fá miðvörðinn Brynjar Gauta Guðjónsson frá Stjörnunni.

„Hvað gerir Óskar Örn? Frederik Schram var á flugvellinum, hann er bara að mæta. Byrjar hann gegn KA á mánudaginn?" er sagt í Innkastinu þar sem rætt var um gluggann. Markvörðurinn Frederik Schram er orðinn leikmaður Vals.

„Sjáum við Viðar Örn Kjartansson í Bestu deildinni?" spyr Elvar Geir í þættinum. „Ég heyrði að ef hann kæmi heim þá yrði það í Breiðablik."

„Guð á himnum. Ég ætla ekki að ímynda mér hann í Breiðabliki. Það yrði auðvitað draumur í dós fyrir deildina að fá hann en enn ósanngjarnara fyrir hin liðin," segir Tómas Þór sem er stuðningsmaður Víkings.

Menn telja þó ekki líklegt að Viðar sé á heimleið strax. „Er ekki líklegast að hann taki önnur ævintýra félagaskipti?" segir Elvar og Tómas er sammála því. Norska félagið Vålerenga staðfesti á dögunum að Viðar mætti fara annað ef ásættanlegt tilboð berst í markaskorarann.
Innkastið - Bikarspjall á bílaplani
Athugasemdir
banner
banner
banner