Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 29. júlí 2022 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Kastaði vatnsflösku í andstæðing á 121. mínútu í bikarúrslitum
Mynd: EPA

Wydad Casablanca tapaði úrslitaleik marokkóska bikarsins í gærkvöldi eftir vítaspyrnukeppni.


Staðan var 0-0 þegar búið var að spila rúmlega 120 mínútur af leiknum og áttu andstæðingarnir frá Berkane innkast framarlega á vellinum í skyndisókn.

Walid Regragui, þjálfari Wydad, reyndi að hægja á sókn andstæðinganna með því að hlaupa á eftir boltanum og kasta svo vatnflösku í leikmann Berkane sem ætlaði að taka innkastið.

Dómarinn gat ekkert annað gert en að gefa þjálfaranum rautt spjald en lokatölur urðu 0-0 og vann Berkane í vítaspyrnum þrátt fyrir yfirburði Wydad í leiknum.

Wydad Casablanca 0 - 0 Berkane 
2-3 í vítaspyrnukeppni

Atvikið má sjá með að smella hér



Athugasemdir
banner
banner