Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
banner
   fös 29. júlí 2022 22:40
Ívan Guðjón Baldursson
Samningslaus Vecino fer til Lazio - Muriqi til Mallorca (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Mynd: EPA

Lazio er að krækja í Matías Vecino á frjálsri sölu eftir að samningur hans við Inter rann út um síðustu mánaðamót.


Vecino er 30 ára gamall landsliðsmaður Úrúgvæ sem lék 127 leiki á fimm árum hjá Inter og 60 fyrir landsliðið.

Vecino er hávaxinn og sterkur miðjumaður sem hefur einnig leikið fyrir Fiorentina, Empoli og Cagliari í ítalska boltanum.

Hann verður sjöundi leikmaðurinn sem bætist við leikmannahóp Maurizio Sarri í sumar og mun berjast við Danilo Cataldi um sæti í byrjunarliðinu.

Lazio er þá búið að selja sóknarmanninn Vedat Muriqi til Mallorca. Leikmaðurinn var á leið til Club Brugge fyrr í mánuðinum en féll á læknisskoðun við vafasamar aðstæður.

Mallorca borgar um 10 milljónir evra fyrir Muriqi sem fann aldrei taktinn hjá Lazio og skoraði aðeins 2 mörk í 49 leikjum.

Þessi öflugi landsliðsmaður Kósovó var lánaður til Mallorca í janúar fyrir eina milljón evra og átti hann þátt í að bjarga félaginu frá falli. 

Muriqi skoraði 5 mörk í 16 deildarleikjum og er núna fluttur til Mallorca.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner