Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 29. júlí 2022 17:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sóli segir lúða klippa myndbönd af Nunez - „Hann er skrímsli"
Darwin Nunez.
Darwin Nunez.
Mynd: Getty Images
Það verður spennandi að sjá hvað hann gerir í vetur.
Það verður spennandi að sjá hvað hann gerir í vetur.
Mynd: EPA
Jurgen Klopp og Nunez.
Jurgen Klopp og Nunez.
Mynd: EPA
Sóli og Atli Már úr Liverpool samfélaginu.
Sóli og Atli Már úr Liverpool samfélaginu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Liverpool festi í sumar kaup á sóknarmanninum Darwin Nunez frá Benfica. Kaupverðið á honum gæti farið upp í 100 milljónir evra.

Það eru miklar vonir bundnar við leikmanninn eftir tíma hans hjá Benfica þar sem hann sló í gegn.

Það hefur verið mikið rætt og skrifað um Nunez á samfélagsmiðlum í sumar. Hann hefur ekki alltaf sérlega vel út í þeim æfingaleikjum sem Liverpool hefur spilað.

Í gær var sérstakur Liverpool þáttur af Enski boltinn hlaðvarpinu hér á Fótbolti.net. Sóla Hólm, formaður Liverpool samfélagsins, og fjölmiðlamaðurinn Atli Már Steinarsson fóru yfir málin. Þeir hafa báðir gríðarlega trú á Nunez fyrir komandi keppnistímabil.

„Þessi náungi er skrímsli (e. monster), ég held að hann skori svona 25 mörk á þessari leiktíð," sagði Atli Már.

Undirritaður hefur tekið eftir því að stuðningsfólk annarra félaga er byrjað að klippa myndbönd með helstu mistökum Nunez í leikjum á undirbúningstímabilinu. Eitt slíkt myndskeið má sjá hérna fyrir neðan.

Þeir telja að fólk sé orðið hrætt um að hann muni slá í gegn og skora mikinn fjölda af mörkum. Mögulega er einhver afbrýðisemi í gangi að þessi öflugi sóknarmaður sé kominn í Liverpool.

„Menn nötra. Það eru einhverjir lúðar að klippa saman vídjó... þetta er svo geggjað, þetta sýnir 'small dick' orkuna sem er í gangi gagnvart honum. Ég elska það," sagði Sóli og hélt áfram. „Þetta er algjör skepna. Hann er með úrúgvæska strikera eðlið. Við erum með Forlan, Cavani, Suarez og Darwin Nunez... ég veit ekki hvað það er í Úrúgvæ, það er eitthvað drápseðli sem þú kaupir ekki eða kennir ekki."

„Fólk þarf að átta sig á því að (Jurgen) Klopp er þjálfarinn hans. Hann er 23 ára og er með Klopp sem bjó til Lewandowski. Það hafa allir leikmenn orðið betri undir stjórn Klopp," sagði Atli.

Þeir telja báðir að Nunez muni skora meira á tímabilinu en Erling Braut Haaland, sóknarmaðurinn sem Manchester City var að kaupa. Liverpool og Man City munu einmitt mætast á morgun í Samfélagsskildinum.

Hægt er að hlusta á allan þáttinn í heild sinni hér að neðan þar sem meira er rætt um Nunez og allt sem viðkemur Liverpool fyrir tímabilið sem er framundan.
Enski boltinn - Liverpool samfélagið aldrei verið veikara
Athugasemdir
banner