mán 29. júlí 2024 10:50
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sterkust í 14. umferð - Frábær í ár eftir erfitt sumar í fyrra
Jasmín Erla Ingadóttir (Valur)
Jasmín fagnar marki í leiknum gegn Tindastóli.
Jasmín fagnar marki í leiknum gegn Tindastóli.
Mynd: Sigurður Ingi Pálsson
Jasmín í leik með Val í sumar.
Jasmín í leik með Val í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valskonur fagna marki.
Valskonur fagna marki.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jasmín Erla Ingadóttir, leikmaður Vals, er sterkasti leikmaður 14. umferðar Bestu deildar kvenna í boði Steypustöðvarinnar. Jasmín skoraði tvennu í sigri Vals gegn Tindastóli á Sauðárkróki og var þar besti leikmaður vallarins.

„Jasmín var frábær í dag, var að koma sér í fullt af færum og uppskar hún með því að skora tvö mörk," skrifaði Bogi Sigurbjörnsson í skýrslu sinni úr leiknum.

Þetta er í annað sinn í sumar þar sem Jasmín er sterkasti leikmaður umferðarinnar en hún var það líka í áttundu umferð. Hún hefur fimm sinnum verið valin í lið umferðarinnar í sumar en hún hefur átt afar gott tímabil með Val þrátt fyrir að hafa gengið í gegnum meiðsli.

Jasmín átti ekki sitt besta tímabil með Stjörnunni í fyrra, datt niður í frammistöðu sinni en hefur komið sterk til baka í ár og hefur verið ein sú besta í deildinni.

Jasmín er 25 ára sóknarsinnaður miðjumaður sem gekk í raðir Vals frá Stjörnunni fyrir tímabilið. Hún hefur skorað sjö mörk mörk í tólf deildarleikjum og þrjú mörk í tveimur bikarleikjum í sumar. Auk þess hefur hún átt stóran þátt í fleiri mörkum.

„Hérna er fagmennskan í fyrirrúmi. Þetta er toppfélag og ég skil ekki af hverju ég var ekki löngu komin hingað," sagði Jasmín í viðtali við Fótbolta.net fyrr í sumar um ákvörðun sína að ganga í raðir Vals.

Valur og Breiðablik hafa stungið af í Bestu deild kvenna en liðin eru jöfn á toppnum með 39 stig eftir 14 leiki.

Sterkastar í fyrri umferðum:
13. umferð - Bergþóra Sól Ásmundsdóttir (Víkingur R.)
12. umferð - Hulda Ósk Jónsdóttir (Þór/KA)
11. umferð - Anna María Baldursdóttir (Stjarnan)
10. umferð - Katrín Ásbjörnsdóttir (Breiðablik)
9. umferð - Selma Dögg Björgvinsdóttir (Víkingur R.)
8. umferð - Jasmín Erla Ingadóttir (Valur)
7. umferð - Kristrún Rut Antonsdóttir (Þróttur)
6. umferð - Caroline Van Slambrouck (Keflavík)
5. umferð - Karen María Sigurgeirsdóttir (Þór/KA)
4. umferð - Agla María Albertsdóttir (Breiðablik)
3. umferð - Amanda Andradóttir (Valur)
2. umferð - Sandra María Jessen (Þór/KA)
1. umferð - Amanda Andradóttir (Valur)
Athugasemdir
banner
banner