Liverpool hafnaði tilboði í Nunez og hefur áhuga á Tzimas - Chelsea hefur sett verðmiða á Nkunku - Rashford vill fara til Barcelona
   mán 29. júlí 2024 10:16
Elvar Geir Magnússon
Ratcliffe vill helst nýjan 100 þúsund manna leikvang fyrir Man Utd
Sir Jim Ratcliffe fyrir utan Old Trafford.
Sir Jim Ratcliffe fyrir utan Old Trafford.
Mynd: Getty Images
Sir Jim Ratcliffe vill að Manchester United verði búið að ákveða áætlanir sínar um vallarmál í desember. Hann vill helst að byggður verði nýr 100 þúsund manna leikvangur sem myndi kosta 2 milljarða punda og yrði í sex ár í byggingu.

Sá leikvangur yrði þá byggður rétt við Old Trafford og hægt að nota þann leikvang þar til sá nýi yrði tilbúinn.

Annar möguleiki er að endurbyggja Old Trafford en leikdagstekjur myndu þá minnka á meðan hlutar vallarins þyrftu að vera lokaðir eða United að spila á öðrum velli á meðan framkvæmdir stæðu yfir.

Colette Roche rekstrarstjóri United leiðir þetta verkefni fyrir hönd Ratcliffe og hefur hún meðal annars heimsótt forráðamenn Real Madrid og skoðað endurbyggðan Santiago Bernabeu leikvang félagsins.

Þá er sérstakur starfshópur sem er að skoða málið en honum er stýrt af Sebastian Coe lávarði og í honum eru meðal annars Andy Burnham borgarstjóri í Manchester og Gary Neville fyrrverandi fyrirliði Rauðu djöflanna.
Athugasemdir
banner
banner
banner