City vill Wirtz - Lookman orðaður við Newcastle og Man Utd - White gæti snúið aftur í landsliðið
   lau 28. ágúst 2021 20:56
Elvar Geir Magnússon
„Segja af sér ef þeim er annt um íslenskan fótbolta"
Þórður Einarsson, yfirþjálfari yngri flokka Þróttar.
Þórður Einarsson, yfirþjálfari yngri flokka Þróttar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þórður Einarsson, yfirþjálfari yngri flokka Þróttar, segir að það hljóti að vera boðað til neyðarþings hjá KSÍ eftir fréttir undanfarinna daga.

Hann kallar eftir uppsögn Guðna Bergssonar og stjórnar sambandsins.

„Ef Guðna og núverandi stjórn KSÍ er annt um íslenska knattspyrnu segir stjórnin af sér strax," skrifar Þórður á Twitter og segir að staðan sé farin að bitna á fólki sem starfi innan fótboltahreyfingarinnar.

„Hreyfingin er brunarúst og orðspor þeirra sem spila og starfa í kringum sportið og hafa engan áhuga á þessum vinnubrögðum er löngu farið að líða fyrir. Neyðarþing hjá KSÍ hlýtur að vera boðað."

Gagnrýnt hefur verið harðlega hvernig tekið hefur verið á ofbeldismálum landsliðsmanna hjá sambandinu.

Sjá einnig:
KSÍ hefur fundað í allan dag og fundar áfram á morgun

Þórhildur Gyða Arnarsdóttir varð fyrir ofbeldi af hálfu landsliðsmanns og sagði sögu sína í viðtali við RÚV. Hún segir að minnst sex núverandi eða fyrrverandi landsliðsmenn í fótbolta hafi verið sakaðir um ofbeldi og kallar eftir afsögn stjórnarmanna KSÍ. Hún var í viðtali á Stöð 2 Sport.


Athugasemdir
banner