Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   mán 29. ágúst 2022 21:20
Ívan Guðjón Baldursson
Wan-Bissaka ekki falur þrátt fyrir áhuga
Mynd: EPA

The Athletic greinir frá því að Manchester United hafi hafnað fyrirspurnum frá Crystal Palace og West Ham um möguleikann á að fá Aaron Wan-Bissaka yfir til sín.


Rauðu djöflarnir telja sig ekki hafa tíma til að finna nægilega góðan bakvörð til að fylla í skarðið og veita Diogo Dalot samkeppni um byrjunarliðssæti.

Palace og West Ham vildu fá Wan-Bissaka lánaðan og voru einnig reiðubúin til að leggja fram tilboð í hann.

Wan-Bissaka er 24 ára gamall og á tvö ár eftir af samningi sínum við Man Utd, en félagið hefur möguleika á að framlengja hann um eitt ár.

Rauðu djöflarnir borguðu 50 milljónir punda til að kaupa hann frá Crystal Palace sumarið 2019.

Athugasemdir
banner
banner
banner