Klukkan 16 að íslenskum tíma í dag verður dregið í deildarkeppni Meistaradeildarinnar en athöfnin fer fram í Mónakó. Sex ensk úrvalsdeildarlið verða í pottinum. Það eru Liverpool, Arsenal, Manchester City, Chelsea, Newcastle United og Tottenham.
Þetta er annað tímabilið með nýja fyrirkomulaginu þar sem 36 lið munu keppa við átta mismunandi andstæðinga og öll liðin raðast upp á sömu töflu.
Fyrsta umferð verður 16. september og lokaumferðin 28. janúar. Efstu átta lið deildarinanr munu komast í 16-liða úrslit og liðin í sætum 9-24 fara í umspil.
Úrslitaleikurinn verður á Puskas Arena í Búdapest.
Nýliðarnir í Meistaradeildinni þetta tímabilið eru Bodö/Glimt frá Noregi, Kairat Almaty frá Kasakstan, Pafos frá Kýpur og Union Saint-Gilloise frá Belgíu. Aldrei hefur Meistaradeildin dreifst yfir eins stórt svæði heimsins, Bodö er við norðurheimskautsbauginn og Almaty er nálægt landamærunum að Kína.
Þetta er annað tímabilið með nýja fyrirkomulaginu þar sem 36 lið munu keppa við átta mismunandi andstæðinga og öll liðin raðast upp á sömu töflu.
Fyrsta umferð verður 16. september og lokaumferðin 28. janúar. Efstu átta lið deildarinanr munu komast í 16-liða úrslit og liðin í sætum 9-24 fara í umspil.
Úrslitaleikurinn verður á Puskas Arena í Búdapest.
Nýliðarnir í Meistaradeildinni þetta tímabilið eru Bodö/Glimt frá Noregi, Kairat Almaty frá Kasakstan, Pafos frá Kýpur og Union Saint-Gilloise frá Belgíu. Aldrei hefur Meistaradeildin dreifst yfir eins stórt svæði heimsins, Bodö er við norðurheimskautsbauginn og Almaty er nálægt landamærunum að Kína.
Liðin í keppninni:
Ajax
Arsenal
Atalanta
Athletic Bilbao
Atletico Madrid
Borussia Dortmund
Barcelona
Bayern München
Benfica
Bodö/Glimt
Chelsea
Club Brugge
F.C. Kaupmannahöfn
Eintracht Frankfurt
Galatasaray
Inter
Juventus
Kairat Almaty
Bayer Leverkusen
Liverpool
Manchester City
Marseille
Mónakó
Napoli
Newcastle United
Olympiacos
Pafos FC
PSG
PSV Eindhoven
Qarabag
Real Madrid
Slavia Prag
Sporting Lissabon
Tottenham
Union Saint-Gilloise
Villarreal
Athugasemdir