Chelsea og Liverpool berjast um Upamecano - Real Madrid vill kaupa Yildiz - Hjulmand til Man Utd?
Ósáttur með hvernig ÍBV kláraði mótið - „Ákveðin vanvirðing“
Haddi: Okkur þyrstir að vera þar
Láki: Ákveðið að flýta þessum leik svo Haddi og KA-menn geti fengið sér snemma í kvöld
Sá efnilegasti 2025: Við í Vestra þekkjum að spila leiki þar sem allt er undir
Diljá um óvenjulegu bekkjaraðstöðuna - „Þetta var skrítið“
Sveindís: Veit ekki hvað þær voru að reyna taka úr þessum leik
Glódís Perla: Styrkleiki sem við höfum alltaf haft
Karólína: Þarf að drífa mig inn að fagna
Steini: Hann var búinn að lofa marki
Eric Garcia: Eiður var í einu sterkasta Barcelona liði sögunnar
Óli Valur um tímabilið: Maður lærir mest í mótlæti
Óli stoltur af frammistöðunni: Það er búið að ganga mikið á
Valgeir: Svekkjandi að hann hafi klúðrað á þessum tímapunkti
Karólína: Erfitt að skilja við liðið eftir EM
Glódís um sterka byrjun Bayern - „Á góðu róli en alltaf hægt að gera betur“
Steini býst við agressívum andstæðingum: Mætum til að spila til sigurs
Fóru tvisvar í mat fyrir leikinn - „Ógeðslega gaman"
Bjóst ekki við kallinu í landsliðið - „Mjög skemmtilegt símtal“
Segir lífið í Noregi frábært: Er náttúrulega að lifa drauminn
Vigdís í fyrsta sinn í hópnum - „Markmiðið frá því ég byrjaði í fótbolta“
banner
   þri 29. september 2020 20:59
Anton Freyr Jónsson
Alex Ívan: Sólin liggur neðarlega í Laugardalnum eins og Gillzarinn talar oft um
Lengjudeildin
Alexander Ívan í leik með uppeldisfélagi sínu Þór.
Alexander Ívan í leik með uppeldisfélagi sínu Þór.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta er bara snilld. Geggjaður liðssigur og við börðumst vel fyrir þessu og eigum þetta svo sannarlega skilið." sagði Alexander Ívan Bjarnason miðjumaður Magna

Alexander Ívan skoraði eina mark leiksins eftir aðeins nokkrar sekúndur. Hvernig datt boltinn inn?

„Ég sé að markmaðurinn er framarlega og vona það besta og set hann í fjær og það er bara eins og við viljum hafa það."

Magnamenn unnu hlutkeistið fyrir leik og völdu að byrja undan sólinni. Var það planið áður en liðið gékk til leiks?

„Já klárlega. Sólin liggur neðarlega hérna í Laugardalnum eins og Gillzarinn talar oft um. Við völdum að byrja með sól og það skilaði sér."

Hvernig fannst Lexa leikurinn spilast í heild sinni í kvöld?

„Við stjórnuðum þessu frá A-Ö og þeir lágu aðeins á okkur en við stjórnuðum þessu."

Þróttur Reykjavík fékk fá alvöru færi í dag og vörðust Magnamenn gríðarlega vel með Tómas Örn, Freyþór og Stubb var sterkurí markinu. Lexi hlýtur að vewra ánægður með liðsfélaga sína í dag.

„Já klárlega. Þeir voru eins og klettar í vörninni og maður var aldrei smeykur að það myndi detta inn mark. Vel skipulagt hjá þjálfaranum og allir fylgdu því og það er bara bullandi líf í fallbaráttunni."

Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.


Athugasemdir
banner