Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
Jóhann Birnir: Þurfum að vera með fókus á það sem við erum að gera
Árni Freyr: Vorum litlir í okkur og náðum ekki að höndla svona barning
Bergvin stóð við stóru orðin - „Gaman að hafa smá banter í þessari deild"
Gunnar Már: Það var eins og við vorum manni færri
Gústi Gylfa: Rautt spjald snýst ekkert um agavandamál
Farið á þrjú stórmót og þetta er besta umhverfið
„Hvað gerðist ekki í þeim leik?"
Ræða forsetans gladdi - „Við sögðum allt sem lá á hjartanu"
Sveindís: Veit ekki hvort þeir hafi séð þetta fyrir sér fyrir nokkrum árum
Bjarni Jó: Sagði að nú vilja Gummi Tóta, Sævar Gísla og allir koma
Haraldur Freyr: Réðum öllu á vellinum
Hrannar Snær: Mjög sáttur með mína frammistöðu það sem af er
Dóri Árna: Slakasti hálfleikurinn í sumar
Maggi Már: Bara einn staður sem þeir eiga að vera á og það er hérna í 270
Siggi Höskulds: Þetta á að skila sigri alveg sama á hvaða velli
Venni: Þetta er algjört lúxusvandamál sem ég glími við
Tómas Bjarki: Þetta er alveg kúnst
Halli Hróðmars: Leikplanið fór út um gluggann snemma í dag
Gunnar Heiðar: Þegar lestin er farin af stað er helvíti erfitt að stoppa hana
Jakob Gunnar: Einhver skrítnasta skottækni sem ég hef séð
   þri 29. september 2020 20:59
Anton Freyr Jónsson
Alex Ívan: Sólin liggur neðarlega í Laugardalnum eins og Gillzarinn talar oft um
Lengjudeildin
Alexander Ívan í leik með uppeldisfélagi sínu Þór.
Alexander Ívan í leik með uppeldisfélagi sínu Þór.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta er bara snilld. Geggjaður liðssigur og við börðumst vel fyrir þessu og eigum þetta svo sannarlega skilið." sagði Alexander Ívan Bjarnason miðjumaður Magna

Alexander Ívan skoraði eina mark leiksins eftir aðeins nokkrar sekúndur. Hvernig datt boltinn inn?

„Ég sé að markmaðurinn er framarlega og vona það besta og set hann í fjær og það er bara eins og við viljum hafa það."

Magnamenn unnu hlutkeistið fyrir leik og völdu að byrja undan sólinni. Var það planið áður en liðið gékk til leiks?

„Já klárlega. Sólin liggur neðarlega hérna í Laugardalnum eins og Gillzarinn talar oft um. Við völdum að byrja með sól og það skilaði sér."

Hvernig fannst Lexa leikurinn spilast í heild sinni í kvöld?

„Við stjórnuðum þessu frá A-Ö og þeir lágu aðeins á okkur en við stjórnuðum þessu."

Þróttur Reykjavík fékk fá alvöru færi í dag og vörðust Magnamenn gríðarlega vel með Tómas Örn, Freyþór og Stubb var sterkurí markinu. Lexi hlýtur að vewra ánægður með liðsfélaga sína í dag.

„Já klárlega. Þeir voru eins og klettar í vörninni og maður var aldrei smeykur að það myndi detta inn mark. Vel skipulagt hjá þjálfaranum og allir fylgdu því og það er bara bullandi líf í fallbaráttunni."

Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.


Athugasemdir
banner