
„Þetta er bara snilld. Geggjaður liðssigur og við börðumst vel fyrir þessu og eigum þetta svo sannarlega skilið." sagði Alexander Ívan Bjarnason miðjumaður Magna
Alexander Ívan skoraði eina mark leiksins eftir aðeins nokkrar sekúndur. Hvernig datt boltinn inn?
„Ég sé að markmaðurinn er framarlega og vona það besta og set hann í fjær og það er bara eins og við viljum hafa það."
Magnamenn unnu hlutkeistið fyrir leik og völdu að byrja undan sólinni. Var það planið áður en liðið gékk til leiks?
„Já klárlega. Sólin liggur neðarlega hérna í Laugardalnum eins og Gillzarinn talar oft um. Við völdum að byrja með sól og það skilaði sér."
Hvernig fannst Lexa leikurinn spilast í heild sinni í kvöld?
„Við stjórnuðum þessu frá A-Ö og þeir lágu aðeins á okkur en við stjórnuðum þessu."
Þróttur Reykjavík fékk fá alvöru færi í dag og vörðust Magnamenn gríðarlega vel með Tómas Örn, Freyþór og Stubb var sterkurí markinu. Lexi hlýtur að vewra ánægður með liðsfélaga sína í dag.
„Já klárlega. Þeir voru eins og klettar í vörninni og maður var aldrei smeykur að það myndi detta inn mark. Vel skipulagt hjá þjálfaranum og allir fylgdu því og það er bara bullandi líf í fallbaráttunni."
Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir