Chelsea og Liverpool berjast um Upamecano - Real Madrid vill kaupa Yildiz - Hjulmand til Man Utd?
Viðtal við Lárus Orra
Heimir kveður FH: Frábært að enda þetta með honum
Viðtal við Óskar Hrafn
Viðtal við Luke Rae
Jón Þór: Alltof stór atvik í íslenskum fótbolta sem dómarastéttin er að klúðra
Ósáttur með hvernig ÍBV kláraði mótið - „Ákveðin vanvirðing“
Haddi: Okkur þyrstir að vera þar
Láki: Ákveðið að flýta þessum leik svo Haddi og KA-menn geti fengið sér snemma í kvöld
Sá efnilegasti 2025: Við í Vestra þekkjum að spila leiki þar sem allt er undir
Diljá um óvenjulegu bekkjaraðstöðuna - „Þetta var skrítið“
Sveindís: Veit ekki hvað þær voru að reyna taka úr þessum leik
Glódís Perla: Styrkleiki sem við höfum alltaf haft
Karólína: Þarf að drífa mig inn að fagna
Steini: Hann var búinn að lofa marki
Eric Garcia: Eiður var í einu sterkasta Barcelona liði sögunnar
Óli Valur um tímabilið: Maður lærir mest í mótlæti
Óli stoltur af frammistöðunni: Það er búið að ganga mikið á
Valgeir: Svekkjandi að hann hafi klúðrað á þessum tímapunkti
Karólína: Erfitt að skilja við liðið eftir EM
Glódís um sterka byrjun Bayern - „Á góðu róli en alltaf hægt að gera betur“
banner
   þri 29. september 2020 19:39
Atli Arason
„Guðjón Þórðar er búinn að vera veikur en er á batavegi"
Lengjudeildin
Brynjar Kristmunds og Guðjón á hliðarlínunni
Brynjar Kristmunds og Guðjón á hliðarlínunni
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Brynjar Kristmundsson er aðstoðarþjálfari Víkings Ólafsvík og stýrir hann liðinu núna í fjarveru Guðjóns Þórðarsonar. Brynjar var skiljanlega ekki svo sáttur þegar hann kom í viðtal strax eftir tap gegn Grindavík í Lengjudeildinni.

Lestu um leikinn: Grindavík 3 -  0 Víkingur Ó.

„Leiðinlegt. Fyrsta korterið drap okkur, þegar maður lendir 3-0 undir eftir 15 mínútur þá er erfitt að koma til baka,“ sagði Brynjar áður en hann bætti við:

„Það var ekki eins og þeir voru að liggja á okkur fyrsta korterið heldur voru þetta 3 upphlaup og 3 mörk. Það er bara game over.“

Ólafsvíkingar spiluðu manni fleiri í rúman hálftíma þegar Oddur Ingi Bjarnason, leikmaður Grindavíkur, var rekinn af velli á 63. Mínútu en Víkingum gekk ekki að nýta sér liðsmuninn.

„Við vorum meira með boltann en þeir droppuðu vel niður og við fundum engar opnanir. Við hefðum klárlega getað farið oftar út í kantana og reynt þannig að draga þá aðeins í sundur og kannski fá einhverja krossa en við vorum bara hugmyndasnauðir,“ sagði Brynjar.

Guðjón Þórðarson var ekki á hliðarlínunni í 2-4 sigri Víkinga á Leikni F. í síðustu umferð og ekki heldur í dag. Sögusagnir voru komnar á flug að Gaui hefði verið lagður inn á spítala en Brynjar sagðist ekki vita nákvæmlega hvað væri að hrjá Guðjón.

„Gaui er búinn að vera veikur en er á batavegi. Við vonumst bara eftir því að fá hann aftur sem fyrst en fyrst og fremst verður maður að huga að heilsunni,“ sagði Brynjar.

Eftir að spyrill hafði aðeins ruglast á leikjafjöldanum sem eftir er af mótinu var Brynjar spurður hvort að staða þeirra í deildinni væri örugg.

„Hún er alls ekki örugg en við höfum svo sem engar áhyggjur. Við erum í þannig stöðu að við getum treyst á okkur sjálfa og þurfum ekki að horfa á nein önnur lið. Við þurfum bara að enda þetta mót vel, einn sigur í viðbót og ég held við séum sloppnir en við fáum ekki mikið út úr leikjum með svona frammistöðu eins og í dag,“ sagði Brynjar að lokum en viðtalið má sjá í heild í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir