Bayern hefur gert tilboð í Díaz - Liverpool vill Ekitike
Fyrsta tap ÍR: „Helvíti gróft ef að eitt tap í tólf leikjum sitji þungt í mönnum"
Hemmi fékk góða afmælisgjöf: „Hún gat ekki verið betri"
Reynir Freyr: Gefur okkur mikið að fá Jón Daða
Gunnar Guðmunds: Við erum búnir að fá okkur alltof mörg mörk úr föstum leikatriðum
Árni Freyr: Andleysi leikmanna í hámarki
Jakob Gunnar spilaði sinn síðasta leik fyrir Þróttara: Vildi spila meira
Ingi Rafn: Fyrri hálfleikurinn skóp þennan sigur
Mark tekið af Keflavík vegna rangstöðu: „Bara óskiljanlegt"
Haraldur Hróðmars: Lífsnauðsynlegur sigur
Venni: Það gaf okkur blóð á tennurnar
Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
   þri 29. september 2020 19:39
Atli Arason
„Guðjón Þórðar er búinn að vera veikur en er á batavegi"
Lengjudeildin
Brynjar Kristmunds og Guðjón á hliðarlínunni
Brynjar Kristmunds og Guðjón á hliðarlínunni
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Brynjar Kristmundsson er aðstoðarþjálfari Víkings Ólafsvík og stýrir hann liðinu núna í fjarveru Guðjóns Þórðarsonar. Brynjar var skiljanlega ekki svo sáttur þegar hann kom í viðtal strax eftir tap gegn Grindavík í Lengjudeildinni.

Lestu um leikinn: Grindavík 3 -  0 Víkingur Ó.

„Leiðinlegt. Fyrsta korterið drap okkur, þegar maður lendir 3-0 undir eftir 15 mínútur þá er erfitt að koma til baka,“ sagði Brynjar áður en hann bætti við:

„Það var ekki eins og þeir voru að liggja á okkur fyrsta korterið heldur voru þetta 3 upphlaup og 3 mörk. Það er bara game over.“

Ólafsvíkingar spiluðu manni fleiri í rúman hálftíma þegar Oddur Ingi Bjarnason, leikmaður Grindavíkur, var rekinn af velli á 63. Mínútu en Víkingum gekk ekki að nýta sér liðsmuninn.

„Við vorum meira með boltann en þeir droppuðu vel niður og við fundum engar opnanir. Við hefðum klárlega getað farið oftar út í kantana og reynt þannig að draga þá aðeins í sundur og kannski fá einhverja krossa en við vorum bara hugmyndasnauðir,“ sagði Brynjar.

Guðjón Þórðarson var ekki á hliðarlínunni í 2-4 sigri Víkinga á Leikni F. í síðustu umferð og ekki heldur í dag. Sögusagnir voru komnar á flug að Gaui hefði verið lagður inn á spítala en Brynjar sagðist ekki vita nákvæmlega hvað væri að hrjá Guðjón.

„Gaui er búinn að vera veikur en er á batavegi. Við vonumst bara eftir því að fá hann aftur sem fyrst en fyrst og fremst verður maður að huga að heilsunni,“ sagði Brynjar.

Eftir að spyrill hafði aðeins ruglast á leikjafjöldanum sem eftir er af mótinu var Brynjar spurður hvort að staða þeirra í deildinni væri örugg.

„Hún er alls ekki örugg en við höfum svo sem engar áhyggjur. Við erum í þannig stöðu að við getum treyst á okkur sjálfa og þurfum ekki að horfa á nein önnur lið. Við þurfum bara að enda þetta mót vel, einn sigur í viðbót og ég held við séum sloppnir en við fáum ekki mikið út úr leikjum með svona frammistöðu eins og í dag,“ sagði Brynjar að lokum en viðtalið má sjá í heild í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner