Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 29. september 2020 19:46
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mourinho ekki sáttur við hvað Lampard væri að tjá sig mikið
Orðaskipti á hliðarlínunni.
Orðaskipti á hliðarlínunni.
Mynd: Getty Images
Núna stendur yfir leikur Chelsea og Tottenham í enska deildabikarnum. Staðan er 1-0 fyrir Chelsea.

Það eru engir áhorfendur á vellinum en það er samt hiti í þessum nágrannaslag, og þá sérstaklega á hliðarlínunni.

Þar eigast við Jose Mourinho og Frank Lampard, en Mourinho er fyrrum stjóri Lampard hjá Chelsea.

Það voru orðaskipti þeirra á milli á hliðarlínunni í fyrri hálfleiknum. Breskir fjölmiðlamenn segja frá því að Mourinho hafi verið ósáttur við það hvað Lampard væri mikið að tjá sig á hliðarlínunni.

„Fjandinn hafi það Frank, þú stæðir ekki hérna ef þú værir 3-0 undir," sagði Mourinho meðal annars.

Meðfylgjandi fréttinni er myndband.



Athugasemdir
banner
banner