Arsenal leggur fram tilboð - Schick til Englands - Emi á útleið og fer Inzaghi til Sádi?
   fös 29. september 2023 05:55
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ísland um helgina - Úrslitaleikur Fótbolti.net bikarsins á Laugardalsvelli í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Það er stór stund í kvöld þegar úrslitaleikur Fótbolti.net bikarsins, bikarkeppni neðrideildanna fer fram. 


Leikurinn fer fram á Laugardalsvelli en þar mætast Víðir og KFG. Víðir hafnaði í 4. sæti í 3. deildinni í sumar en KFG var í 8. sæti í 2. deild.

Baráttan um Evrópusæti í Bestu deild kvenna er gríðarlega spennandi en Breiðablik leiðir kapphlaupið. Kópavogsliðið er með tveggja stiga forystu á Stjörnuna, þriggja stiga forystu á Þrótt og fimm stiga forystu á Þór/KA. Liðin eru í eldlínunni á Laugardaginn.

Það verður einnig úrslitaleikur í umspili um sæti í Bestu deildinni næsta sumar milli Vestra og Aftureldingar en leikurinn fer fram á Laugardalsvelli.

Á sunnudaginn fer svo fram næst síðasta umferðin í Bestu deildinni. Breiðablik hefur sogast niður í baráttuna um að halda Evrópusæti en FH andar í hálsmálið á Stjörnunni og Breiðablik.

Keflavík féll niður í Lengjudeildina í gær en ÍBV gæti fylgt þeim niður ef liðið tapar gegn HK og Fylkir vinnur Keflavík.

föstudagur 29. september

Fótbolti.net bikarinn
19:15 Víðir-KFG (Laugardalsvöllur)

laugardagur 30. september

Besta-deild kvenna - Efri hluti
14:00 Breiðablik-FH (Kópavogsvöllur)
14:00 Þróttur R.-Valur (AVIS völlurinn)
15:00 Þór/KA-Stjarnan (VÍS völlurinn)

Lengjudeild karla - Umspil
16:00 Vestri-Afturelding (Laugardalsvöllur)

sunnudagur 1. október

Besta-deild karla - Efri hluti
14:00 KR-Breiðablik (Meistaravellir)
19:15 Valur-FH (Origo völlurinn)

Besta-deild karla - Neðri hluti
14:00 Keflavík-Fylkir (HS Orku völlurinn)
17:00 Fram-KA (Framvöllur)
17:00 HK-ÍBV (Kórinn)


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner