Heimild: Thorsport | Akureyri.net
Þór varð í gær Íslandsmeistari í 2. flokki með því að leggja Breiðablik að velli í Boganum. Leikurinn var liður í 3. lotu A-deildar og þurfti Þór, eða sameiginlegt lið Þórs, Tindastóls-Hvatar-Kormáks, Völsungs og Magna, að vinna til að tryggja sér titilinn.
Það tóks, lokatölur í Boganum urðu 3-1 fyrir heimamenn. Ásbjörn Líndal Arnarsson skoraði tvennu í leiknum en hann er á yngsta ári 2. flokks og kom við sögu í sex leikjum með meistaraflokki í sumar.
Það tóks, lokatölur í Boganum urðu 3-1 fyrir heimamenn. Ásbjörn Líndal Arnarsson skoraði tvennu í leiknum en hann er á yngsta ári 2. flokks og kom við sögu í sex leikjum með meistaraflokki í sumar.
Atli Þór Sindrason, sem fæddur er 2007, og var valinn efnilegasti leikmaður Þórs, skoraði þriðja markið. Gunnleifur Orri Gunnleifsson skoraði (2008) mark Breiðabliks.
Smelltu hért til að skoða leikskýrsluna
Nágrannarnir í KA enda í 2. sæti Íslandsmótsins og annað hvort Breiðablik, Stjarnan eða bikarmeistararnir í ÍA enda í 3. sæti.
Með því að vinna Íslandsmeistaratitilinn vinnur Þór sér inn keppnisrétt í Evrópukeppni unglingaliða á næsta ári.
Ármann Pétur Ævarsson, Aðalgeir Axelsson og Arnar Geir Halldórsson eru þjálfarar liðsins.
Athugasemdir