Framundan er úrslitaleikur milli HK og Keflavíkur um eitt laust sæti í Bestu deild karla árið 2026. Fótbolti.net hitti Andra Má Eggertsson stuðningsmann HK á Ölver fyrir leik.
„Þetta er frábær dagur. DOC-Zoneið er búið að vera slá í gegn í dag og það er búið að vera mikið líf í dag. Þetta er frábær dagur fyrir svona leik, það er að rigna aðeins núna og það er bara fínt að bleyta völlinn og þetta verður bara frábær dagur." sagði Nabli við Fótbolta.net á Ölver.
Lestu um leikinn: Keflavík 0 - 0 HK
„Ég held að það sé ekkert til neitt sem heitir lokaður leikur þegar þú ert með Hermann Hreiðarsson sem þjálfara þannig þetta verður fjör."
„Þetta fer alla leið í vítaspyrnukeppni og þar mun reynsla HK tikka inn þar sem þeir fóru með Vestra alla leið í vítaspyrnukeppni og því miður töpuðu því og í dag mun HK hafa sigur úr bítum eftir vítaspyrnukeppni."
HK hefur fjölmennt á Ölver og er mikil stemming byrjuð að myndast. Hversu miklu máli skiptir góður stuðningur inn á völlinn í dag.
„Þetta gefur alveg helling. Það er gaman að fá Kópavogsbúa til að safnast hér saman og þetta fær fólk á völlinn og Hermann Hreiðarsson á víst að koma hingað á eftir og þetta bara eflir liðið eins og stuðninsmennina."
Leikur HK og Keflavíkur hefst klukkan 16:15 og verður að sjálfsögðu i beinni textalysingu hér á Fótbolta.net.