Arsenal og Man Utd vilja Adeyemi - Stórveldi á eftir miðjumanni AZ - PSG vill Vinícius á frjálsri sölu 2027 - Newcastle skoðar Trafford
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Þetta var rosaleg varsla hjá honum
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
   lau 27. september 2025 14:43
Anton Freyr Jónsson
Nablinn: Ekki til neitt sem heitir lokaður leikur þegar þú ert með Hemma sem þjáflara
Andri Már Eggertsson eða betur þekktur sem Nablinn
Andri Már Eggertsson eða betur þekktur sem Nablinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Framundan er úrslitaleikur milli HK og Keflavíkur um eitt laust sæti í Bestu deild karla árið 2026. Fótbolti.net hitti Andra Má Eggertsson stuðningsmann HK á Ölver fyrir leik. 

„Þetta er frábær dagur. DOC-Zoneið er búið að vera slá í gegn í dag og það er búið að vera mikið líf í dag. Þetta er frábær dagur fyrir svona leik, það er að rigna aðeins núna og það er bara fínt að bleyta völlinn og þetta verður bara frábær dagur." sagði Nabli við Fótbolta.net á Ölver.


Lestu um leikinn: Keflavík 4 -  0 HK

„Ég held að það sé ekkert til neitt sem heitir lokaður leikur þegar þú ert með Hermann Hreiðarsson sem þjálfara þannig þetta verður fjör."

„Þetta fer alla leið í vítaspyrnukeppni og þar mun reynsla HK tikka inn þar sem þeir fóru með Vestra alla leið í vítaspyrnukeppni og því miður töpuðu því og í dag mun HK hafa sigur úr bítum eftir vítaspyrnukeppni."

HK hefur fjölmennt á Ölver og er mikil stemming byrjuð að myndast. Hversu miklu máli skiptir góður stuðningur inn á völlinn í dag.

„Þetta gefur alveg helling. Það er gaman að fá Kópavogsbúa til að safnast hér saman og þetta fær fólk á völlinn og Hermann Hreiðarsson á víst að koma hingað á eftir og þetta bara eflir liðið eins og stuðninsmennina."

Leikur HK og Keflavíkur hefst klukkan 16:15 og verður að sjálfsögðu i beinni textalysingu hér á Fótbolta.net.


Athugasemdir
banner