Aston Villa horfir til Sunderland - Real Madrid ætlar að fá Konate - Anderson ekki til sölu
   lau 27. september 2025 19:04
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Siggi Hall þurfti að fara í markið - „Svo gaman af þessum gaur"
Sigurður Bjartur fór í markið
Sigurður Bjartur fór í markið
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
FH er án taps á heimavelli í sumar en framherjinn Sigurður Bjartur Hallsson hjálpaði liðinu í dag þegar hann þurfti að fara í markið undir lokin í jafntefli gegn Breiðabliki.

Mathias Rosenörn fékk að líta rauða spjaldið undir lokin og FH var búið með skiptingarnar svo framherjinn stæðilegi var sendur í markið í uppbótatímanum.

Lestu um leikinn: FH 1 -  1 Breiðablik

„Við vorum með æfingu í sumar degi eftir leik og Mathias var tæpur þannig Siggi fór í markið og var frábær. Við vildum ekki missa hann úr framlínunni en hann var eini kosturinn í stöðunni og varði frábærlega einu sinni," sagði Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, í viðtali hjá Fótbolta.net eftir leikinn.

„Siggi 'safe hands'. Hann er geggjaður. Hann hefur þurft að stíga inn í markið á æfingum þegar við þurfum markmann þegar 2. flokkur var að spila daginn áður. Þá fór Siggi í markið og sýndi magnaða takta, það var ekki spurning hver færi í markið ef þess þyrfti. Það er svo gaman af þessum gaur, ég var ekkert eðlilega sáttur að sjá hann í markinu," sagði Björn Daníel Sverrisson, fyrirliði liðsins.


Framtíð Heimis í óvissu: Ólíklegt að ég haldi áfram
Björn Daníel líklega að hætta: Held það sé best að hætta á þessum nótum
Athugasemdir
banner
banner