„Tilfinningin er helvíti góð. Það er almennt gleði í Kópavogi og falleg stund." sagði Höskuldur Gunnlaugsson eftir að Breiðablik lyfti bikarnum á Kópavogsvelli fyrr í dag og er liðiðið Íslandsmeistari árið 2022.
Lestu um leikinn: Breiðablik 1 - 0 Víkingur R.
Hvernig metur Höskuldur tímabilið?
„Við vorum bara helvíti stöðugir og góðir frá fyrsta degi. Frá undirbúningstímabilinu þá settum við svolítið tónin og hörð vinna sem hefur skilað sér í sumar."
Höskuldur er orðaður út í atvinnumennsku og Höskuldur var spurður hvort það sé eitthvað sem Höskuldur sé tilbúin að skoða það og segir Höskuldur ekki hafa fengið neinar fréttir af því.
„Ég hef ekkert heyrt af því þannig það verður bara skoðað þegar maður hefur aðeins náð andanum."
Höskuldur segir að Breiðablik sé rétt að byrja en liðið er komið í umspil Meistaradeildarinnar árið 2023
„Núna er þetta fyrst að byrja myndi ég segja og það er bara krafa sem við setjum á sjálfa okkur. Metnaðurinn er þannig í Kópavogi að við erum að horfa lengra en bara þetta tímabil þannig núna fáum við aðeins að anda og svo ætlum við að koma sterkari inn í næsta tímabil."
Athugasemdir