Tottenham og Newcastle hafa áhuga á Grealish - Newcastle bjartsýnt á að fá Guehi - Elanga í læknisskoðun
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
Heimir Guðjóns: Vítið sem Stjarnan fékk var rangur dómur
„Ekki búin að því og ég veit ekki hvort maður muni gera það"
Svaf ekki mikið - „Þurfum að nota þetta sem spark í rassinn"
Sár, svekkt og leið - „Ég er ekki sú ferskasta núna"
„Þetta er ekki upplifun sem ég hef fengið áður"
Steini: Ég er með samning áfram
Guðrún: Mikið af knúsum og ekki mikið af orðum
Cecilía: Leiðinlegt að hafa ekki gert meira fyrir þau
Karólína Lea: Það er langt síðan ég hef grenjað svona
Magnað viðtal við Glódísi - „Mun aldrei fyrirgefa mér það"
Ingibjörg meyr: Við ætlum að fokking vinna Noreg
Dagný: Ég hefði viljað ná að brjóta
Haddi: Ég skil ekki af hverju allir efast um Viðar
Ívar Örn: Það fer okkur mjög vel að spila hér í Laugardalnum
Grímsi: Vonandi er stíflan brostin sem ég er búinn að vera að glíma við
   lau 29. október 2022 16:55
Anton Freyr Jónsson
Höskuldur Gunnlaugs: Horfum lengra en bara þetta tímabil
Höskuldur Gunnlaugsson með skjöldinn í dag.
Höskuldur Gunnlaugsson með skjöldinn í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Tilfinningin er helvíti góð. Það er almennt gleði í Kópavogi og falleg stund." sagði Höskuldur Gunnlaugsson eftir að Breiðablik lyfti bikarnum á Kópavogsvelli fyrr í dag og er liðiðið Íslandsmeistari árið 2022. 


Lestu um leikinn: Breiðablik 1 -  0 Víkingur R.

Hvernig metur Höskuldur tímabilið?

„Við vorum bara helvíti stöðugir og góðir frá fyrsta degi. Frá undirbúningstímabilinu þá settum við svolítið tónin og hörð vinna sem hefur skilað sér í sumar."

Höskuldur er orðaður út í atvinnumennsku og Höskuldur var spurður hvort það sé eitthvað sem Höskuldur sé tilbúin að skoða það og segir Höskuldur ekki hafa fengið neinar fréttir af því.

„Ég hef ekkert heyrt af því þannig það verður bara skoðað þegar maður hefur aðeins náð andanum."

Höskuldur segir að Breiðablik sé rétt að byrja en liðið er komið í umspil Meistaradeildarinnar árið 2023

„Núna er þetta fyrst að byrja myndi ég segja og það er bara krafa sem við setjum á sjálfa okkur. Metnaðurinn er þannig í Kópavogi að við erum að horfa lengra en bara þetta tímabil þannig núna fáum við aðeins að anda og svo ætlum við að koma sterkari inn í næsta tímabil."



Athugasemdir