Veggur í viðræðum Man Utd um Mbeumo - Chelsea vill Rogers - Ekitike og Isak sápuóperan heldur áfram
Brynjar ræðir hlutverk sitt hjá Víkingi - „Þetta hefur verið góð reynsla"
"Hart barist og mikið hlaupið"
Sigurður Pétur: Tindastóll klárlega draumaandstæðingur
Jón Arnar: Ætli ég hafi ekki bara sprungið?
Veigar Páll: Við erum einu skrefi nær Laugardalsvelli
Arnar Grétars: Lið sem á að vera að keppa um að fara upp
Ekroth: Eitthvað sem við höfum rætt og erum sammála um
Sölvi Geir: Ef ég fæ að ráða þá fer hann ekkert annað
Óðinn Sæbjörns: Gríðarlega stoltur af strákunum
Ágúst Orri: Langbestu stuðningsmenn á Íslandi
Höskuldur: Ákváðum að bjóða þá velkomna í hakkavélina
„Einsdæmi í Evrópu að vera með alla þessa uppöldu leikmenn"
Rúnar Páll: Frekar rólegur leikur
Árni Marínó: Einhver örvænting þessir boltar hjá þeim
Lárus Orri: Förum ekki á útivöll og óskum eftir því að fá svart gúmmí í gervigrasið
Áhyggjulaus þrátt fyrir tvö töp í röð - „Skagamenn verða að eiga það við sjálfa sig“
Alex Freyr: Viljum enda í topp 6
Jökull: Vorum hægir og fyrirsjáanlegir
Spenntur fyrir nýjum leikmanni sem verður kynntur á morgun
Höskuldur: Verður allt annar leikur hér á Kópavogsvelli
banner
   lau 29. október 2022 16:55
Anton Freyr Jónsson
Höskuldur Gunnlaugs: Horfum lengra en bara þetta tímabil
Höskuldur Gunnlaugsson með skjöldinn í dag.
Höskuldur Gunnlaugsson með skjöldinn í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Tilfinningin er helvíti góð. Það er almennt gleði í Kópavogi og falleg stund." sagði Höskuldur Gunnlaugsson eftir að Breiðablik lyfti bikarnum á Kópavogsvelli fyrr í dag og er liðiðið Íslandsmeistari árið 2022. 


Lestu um leikinn: Breiðablik 1 -  0 Víkingur R.

Hvernig metur Höskuldur tímabilið?

„Við vorum bara helvíti stöðugir og góðir frá fyrsta degi. Frá undirbúningstímabilinu þá settum við svolítið tónin og hörð vinna sem hefur skilað sér í sumar."

Höskuldur er orðaður út í atvinnumennsku og Höskuldur var spurður hvort það sé eitthvað sem Höskuldur sé tilbúin að skoða það og segir Höskuldur ekki hafa fengið neinar fréttir af því.

„Ég hef ekkert heyrt af því þannig það verður bara skoðað þegar maður hefur aðeins náð andanum."

Höskuldur segir að Breiðablik sé rétt að byrja en liðið er komið í umspil Meistaradeildarinnar árið 2023

„Núna er þetta fyrst að byrja myndi ég segja og það er bara krafa sem við setjum á sjálfa okkur. Metnaðurinn er þannig í Kópavogi að við erum að horfa lengra en bara þetta tímabil þannig núna fáum við aðeins að anda og svo ætlum við að koma sterkari inn í næsta tímabil."



Athugasemdir