Kevin De Bruyne og Varane til Saudi Arabíu - Solanke til West Ham - Chelsea vill Ramsdale frá Arsenal
Sveindís beðið lengi - „Erfitt að segja hvenær maður kæmist aftur í fótbolta"
Steini: Svona atriði sem skipta gríðarlega miklu máli
Telma: Það var kannski smá mikið að gera á köflum
Olla: Pirrandi og svekkjandi að ná ekki að nýta að vera manni fleiri
Tveir í Serbíu með 'Antonsdóttir' á bakinu - „Mjög gaman að sjá þá"
Karólína: Drulluðum á okkur í markinu og ég tek fulla ábyrgð á því
Sandra María: Eyða orkunni í það sem við getum haft áhrif á
Ingibjörg: Erum ekki að fara að vinna 9-1, það er á hreinu
Glódís Perla: Tveir virkilega góðir leikmenn í þeirra liði
Steini: Held að þetta hafi verið eitthvað unglingasvæði hjá þeim
Árni Guðna: Maður fékk tilfinninguna að það væri annað mark í þessu
Óliver Elís skoraði í dramatískum leik: Við fórum bara í eitthvað survival mode
Árni Guðna eftir sigurleik: Þurfum að sýna að við eigum erindi í þessi lið
Guðjón Máni skoraði tvö gegn Þrótti: Áttum seinni hálfleikinn
Úlfur: Höfum ekki bolmagn til að borga morðfjár í laun
Aron Snær: Bannaði orðin varamarkvörður og samkeppni
Ánægður með síðasta ár - „Alltaf talað um hann en þróunin var góð"
Arnar Gunnlaugs: Kærum ekki á meðan ég er við stjórnvölinn
Benoný um Gautaborg: Get ekki farið í smáatriði en þetta var ekki málið
Gregg: Við hringdum í KSÍ í morgun og þau sögðu þetta vera í lagi
banner
   lau 29. október 2022 16:55
Anton Freyr Jónsson
Höskuldur Gunnlaugs: Horfum lengra en bara þetta tímabil
Höskuldur Gunnlaugsson með skjöldinn í dag.
Höskuldur Gunnlaugsson með skjöldinn í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Tilfinningin er helvíti góð. Það er almennt gleði í Kópavogi og falleg stund." sagði Höskuldur Gunnlaugsson eftir að Breiðablik lyfti bikarnum á Kópavogsvelli fyrr í dag og er liðiðið Íslandsmeistari árið 2022. 


Lestu um leikinn: Breiðablik 1 -  0 Víkingur R.

Hvernig metur Höskuldur tímabilið?

„Við vorum bara helvíti stöðugir og góðir frá fyrsta degi. Frá undirbúningstímabilinu þá settum við svolítið tónin og hörð vinna sem hefur skilað sér í sumar."

Höskuldur er orðaður út í atvinnumennsku og Höskuldur var spurður hvort það sé eitthvað sem Höskuldur sé tilbúin að skoða það og segir Höskuldur ekki hafa fengið neinar fréttir af því.

„Ég hef ekkert heyrt af því þannig það verður bara skoðað þegar maður hefur aðeins náð andanum."

Höskuldur segir að Breiðablik sé rétt að byrja en liðið er komið í umspil Meistaradeildarinnar árið 2023

„Núna er þetta fyrst að byrja myndi ég segja og það er bara krafa sem við setjum á sjálfa okkur. Metnaðurinn er þannig í Kópavogi að við erum að horfa lengra en bara þetta tímabil þannig núna fáum við aðeins að anda og svo ætlum við að koma sterkari inn í næsta tímabil."Athugasemdir
banner
banner