Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 29. október 2022 09:00
Ívan Guðjón Baldursson
Santiago fundinn - Fangelsaður í Tehran
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Mynd: EPA

Santiago Sanchez Cogedor hélt í heljarinnar göngutúr í byrjun árs. Hann lagði af stað frá Spáni og ætlaði að ganga alla leið á HM í Katar sem hefst 20. nóvember.


Santiago, sem er fyrrum fallhlífahermaður, vissi að hann myndi þurfa að ganga erfiðar slóðir til að komast leiðar sinnar enda mikil ólga sem ríkir í löndum eins og Írak og Íran.

Santiago tók myndir af ferðalaginu sínu og var með 37 þúsund fylgjendur á Instagram þegar hann hvarf við landamæri Írak og Íran í byrjun október.

Það hafði ekkert heyrst frá honum í nokkrar vikur þegar vinir hans og fjölskylda voru byrjuð að óttast um líf hans. Málið hefur fengið mikla athygli í fjölmiðlum síðustu daga og hefur fylgjendafjöldi Santiago á Instagram aukist um 10 þúsund manns á nokkrum dögum.

Skömmu eftir að fréttir um málið fóru í dreifingu um allan heim kom í ljós að Santiago er hvorki látinn né í haldi hryðjuverkahóps, hann hefur verið fangelsaður í Tehran, höfuðborg Íran, og er þar í haldi írönsku ríkisstjórnarinnar.

„Það er búið að handtaka hann og hann er í fangelsi í Tehran," sagði Francho Salamanca, vinur Santiago, við BBC.

Utanríkisráðuneyti Spánar staðfesti við BBC að sendiráð Spánar í Íran væri í samskiptum við ríkisstjórnina þar í landi vegna málsins en neitaði að tjá sig frekar.

Ekki er ljóst hvers vegna Santiago var handtekinn við komuna til Íran en útlit er fyrir að hann missi af HM eða takist í það minnsta ekki að ljúka göngutúrnum í tæka tíð.

Hengaw samtökin, sem eru staðsett við landamæri Írak og Kúrdistan og berjast fyrir mannréttindum, segjast hafa öruggar heimildir fyrir því að íranska ríkisstjórnin hafi 'rænt' Santiago eftir að hann lagði leið sína að gröf Mahsa Amini, sem lést í haldi lögreglu eftir að hafa verið handtekin fyrir að klæðast slæðunni sinni á rangan hátt.

Amini, 22 ára, lést 16. september og fóru mikil mótmæli af stað um allt land í kjölfar dauðsfalls hennar. Ríkisstjórnin brást við af mikilli hörku og er talið hafa drepið hundruði ef ekki þúsundi mótmælenda.

Sjá einnig:
Ætlaði að ganga til Katar en hvarf í Íran


Athugasemdir
banner
banner
banner