Gomes, Lookman og Kolo Muani orðaðir við Man Utd - Trossard fær launahækkun - Brownhill í ítalska boltann?
   þri 29. október 2024 12:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ekki í stöðu til að gefa Amorim ráð - Bendir á Guardiola og Klopp
Ruben Amorim.
Ruben Amorim.
Mynd: Getty Images
Fabian Hurzeler, stjóri Brighton, segist ekki geta gefið Ruben Amorim nein ráð ef hann verður ráðinn stjóri Manchester United.

Amorim er í viðræðum um að taka við United og virðist það ganga býsna vel.

Hurzeler, sem er yngsti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar, tók við stjórn Brighton í sumar en hann segist ekki geta gefið Amorim nein ráð ef hann tekur við United.

„Hann er 39 ára og átta árum eldri en ég. Hann hefur nú þegar afrekað stórkostlega hluti í Portúgal. Ég hef séð nokkra leiki hjá honum og hann spilar ótrúlegan fótbolta," segir Hurzeler.

„Ég er ekki í stöðu til að gefa honum ráð. Ef hann er að sækjast í það, þá getur hann örugglega leitað til Pep Guardiola og Jurgen Klopp. Sjáum hvað gerist. Það er alltaf gaman að mæta nýjum þjálfurum og nýjum áskorunum."
Athugasemdir
banner
banner
banner